Það getur verið mál að halda heimilinu snyrtilegu þegar allt er á fullu og mikið að gera.
En ekki geyma það til morguns sem þú getur gert í dag. Með því að gera eitthvað á hverjum degi má halda heimilinu snyrtilegu og í röð og reglu.
Gerðu þessi 6 atriði hér að neðan að daglegri rútínu
1. Hver hlutur á sinn stað stað
Það er alltaf gott þegar hver hlutur á sinn stað og þannig verður heimilið afskaplega vel skipulagt. Finndu hverjum hlut á heimilinu sinn stað og farðu svo yfir það daglega hvort ekki sé allt á sínum stað.
Með því að gera þetta daglega (og það þarf ekki að taka nema 5 mínútu) þá safnast ekki draslið upp hér og þar um íbúðina.
2. Að búa um rúmið
Búðu um rúmið daglega – á hverjum morgni. Þetta gefur tóninn fyrir daginn. Það verður einhvern veginn allt svo miklu snyrtilegra þegar búið er að búa um. Svo er líka miklu notalegra að koma heim þegar svefnherbergið er fallegt og rúmið umbúið.
Þetta auðveldar svo sannarlega við það að halda heimilinu snyrtilegu. Þetta er einn af þessum einföldu en góðu hlutum.
3. Þegar þú eldar, bakar og vinnur í eldhúsinu
Gættu þess þegar þú ert að sýsla í eldhúsinu að þrífa og ganga frá jafnóðum. Ekki safna öllu saman í vaskinn og út um öll borð.
4. Þurrkaðu og þrífðu jafnóðum
Þegar sullast og skvettist er langbest að þrífa það upp jafnóðum því þegar blettirnir þorna verður erfiðara að þrífa þá.
5. Að þrífa eldhúsgólfið
Komdu í veg fyrir að eldhúsgólfið verði subbulegt. Sópaðu eða moppaðu létt yfir það daglega svo það safnist ekki upp skítur. Þetta einfaldar svo vikulegu þrifin til mikilla muna.
6. Póstur, blöð og bæklingar
Ekki láta pappírsflóðið safnast upp. Taktu þetta daglega og sorteraðu. Hafðu ákveðinn stað fyrir reikninga, annan fyrir blöð og bæklinga og hentu því svo strax sem þú ætlar ekkert að gera með.