Það sem þarf fyrir tvo
350 gr. lúðuflak
6 – 8 smáar kartöflur (með hýðinu)
1 bolli kirsuberjatómatar (skornir til helminga)
½ bolli grænar ólífur (niðurskornar)
2 handfylli klettasalat
2 msk. sýrður rjómi
2 msk. heilkorna sinnep
sjávarsalt og pipar eftir smekk
olía til steikingar
ólífuolía
smjör
kraminn hvítlaukur
skvetta af sítrónusafa
örlítið af blóðbergi
Aðferð
Setjið kartöflur í pott og sjóðið í 10 mínútur.
Skerið kartöflurnar í fjóra hluta og steikið á pönnu – saltið og piprið.
Bætið ólífunum og tómötunum á pönnuna.
Steikið í stutta stund og hristið vel saman.
Bætið kálinu saman við kartöflurnar, tómatana og ólífurnar og hristið vel saman.
Setjið þá sýrða rjómann og sinnepið saman við.
Takið lúðuna og kryddið hana með sjávarsalti og ólífuolíu (og nýmuldum hvítum pipar ef vill)
Steikið lúðuna á báðum hliðum á pönnu.
Bætið smjörinu, hvítlauknum, sítrónusafanum og blóðberginu á pönnuna nokkurn veginn í lok steikingar.
Leggið fiskinn að lokum ofan á kartöflubeðið og njótið.