Við höfum ekkert farið leynt með það hvað við erum hrifin af bæði Oreo kexi og Nutella hnetusúkkulaði.
Og hér sláum við tvær flugur í einu höggi – því þessi gómsæti eftirréttur inniheldur nefnilega hvoru tveggja.
Það sem þarf
Oreo kexkökur (milli 40 og 50 kökur)
Mjólk (til að dýfa kexinu í)
Um 2-3 pela af þeyttum rjóma
Nutella
(minnka má hlutföllin viljirðu hafa kökuna minni)
Aðferð
Þú byrjar á því að finna til einhverskonar mót fyrir kökuna (sjá myndband), og klæðir það með álpappír. Mótið, eða það sem þú kýst að nota, þarf að vera svolítið djúpt. Það má líka nota djúpt mót sem þú átt til í skápunum, eins og eldfast mót til dæmis og minnkar síðan uppskriftina aðeins ef mótið er ekki nógu stórt.
Taktu Oreo kexkökurnar, dýfðu þeim í mjólk og leggðu í botninn á mótinu. Síðan tekurðu þeyttan rjóma og smyrð yfir kexið.
Svo endurtekur þú leikinn og raðar annarri umferð af mjólkurbleyttum Oreo kexkökum ofan á rjómann og smyrð annarri umferð af ís yfir.
Það má alveg setja þriðja lagið af kexi og rjóma og þá sérstaklega ef mótið er ekki stórt um sig en samt nokkuð hátt.
Settu þá kökuna inn í kæli og geymdu hana þar í að minnsta kosti 4 tíma.
Að lokum er komið að því að setja Nutella súkkulaðismjörið á þessa dásemd. Taktu það úr krukkunni og settu í skál og síðan inn í örbylgjuna í 45 sekúndur til að mýkja það. Settu það svo í sprautupoka og sprautaðu því yfir kökuna.
Toppaðu síðan með því að dreifa muldu Oreo kexi yfir til skrauts.
Njóttu!
Sjáðu hér hvernig þetta er gert