Það er alveg með ólíkindum hvað má nota Oreo-kex á marga vegu – en uppskriftirnar eru óteljandi. Við höfum verið með þær nokkrar hér og hér er ein góð í viðbót.
Þarf ekki að baka
Hvernig hljómar að gera þrusugóða Oreo böku sem þarf ekki einu sinni að baka? En þessi er ansi hreint girnileg og einföld í framkvæmd.
Það sem þú þarft
300 gr muldar Oreo-kexkökur
100 gr grófskornar Oreo-kexkökur
50 gr mini Oreos-kexkökur
150 gr ósaltað smjör (brætt)
400 gr dökkt súkkulaði
150 ml rjómi
Aðferð
Byrjaðu á því að mylja 300 gr af Oreo-kexi í matvinnsluvél. Þegar þú hefur mulið það mjög fínt bætirðu bræddu smjörinu út í og passar að blanda þessu vel saman.
Settu þá deigið í mót með riffluðum köntum sérstaklega ætluð bökum (þessi uppskrift er ekki fyrir stórt mót).
Notaðu svo hendurnar til að pressa deiginu jafnt í botninn og í hliðarnar.
Láttu þetta síðan inn í kæli í um það bil tuttugu mínútur.
Því næst tekur þú súkkulaðið og rjómann og setur í skál og skellir í örbylgjuofninn i 20 sekúndur í senn og hrærir í. Setur aftur í 20 sekúndur og hrærir í og svo koll af kolli þar til rjóminn og súkkulaðið hefur blandast vel. Eða bræðir þetta saman yfir vatnsbaði.
Helltu þá súkkulaðið í bökuna og dreifðu grófskornu og litlu Oreo kexkökunum yfir.
Kakan þarf síðan að fá að standa í kæli í að minnsta kosti fjóra tíma áður en hún er borin fram. En mælt er með því að hún fái að vera í kælinum yfir nótt.
Hér sérðu enn betur hvernig þetta er gert