Láttu draumana rætast – Þessi einföldu skref gera þig ósigrandi!

gæfa gleði hamingja konaHvaða dreymir þig um að gera og hvað vilt þú sjá verða að veruleika í lífi þínu?

Langar þig að opna þitt eigið fyrirtæki, verða ráðgjafi, byrja í ræktinni, hætta að borða ákveðnar fæðutegundir, fá þér nýja vinnu, auka tekjurnar eða einfaldlega verða hamingjusamari.

Þinn draumur

Þú hugsar oft um drauminn, þú jafnvel ræðir hann við maka þinn og vinkonur, og veltir fyrir þér hvernig þú getur látið hann rætast. En svo heldur þú áfram með þitt daglega líf, í þinni venjulegu rútínu og breytir engu.

Hvað sem það er, þá getur þú látið drauminn verða að veruleika. En hvernig?

Draumar geta ræst

Rannsóknir sýna að líkurnar á því að þú munir breyta einhverju í lífi þínu er einn á móti níu, jafnvel þótt þú standir frammi fyrir lífshættulegum sjúkdómi. Það hljómar ekki hughreystandi.

En þrátt fyrir þessar litlu líkur getur þú svo sannarlega lifað lífi drauma þinna. En til þess að svo verði þarftu fyrst að sjá drauminn fyrir þér verða að veruleika og trúa honum, og síðan þarftu að þjálfa heilann til að hjálpa þér að framkvæma hugsjónina

Þannig geturðu séð drauminn fyrir þér

Mynd getur skipt sköpum. Hún getur hrundið af stað byltingum og jafnvel sameinað þjóðir. Og mynd getur hreyft við hjarta þínu og fyllt þig af þrá til að gera eitthvað.

En hvernig getur þú notað mynd eða myndir til þess að færa þér það sem hjarta þitt þráir? Með því einfaldlega að teikna hana.

Þú þarft ekki að vera listamaður eða kunna að teikna, það skiptir ekki máli. En þegar þú teiknar þann stað sem þú ert á í lífinu núna og svo staðinn sem þig langar til að vera á, til dæmis eftir eitt ár, ertu strax komin/n með leiðarvísi að breytingum (þetta er betur útskýrt hér í myndbandinu að neðan).

Hér byrja töfrarnir

Áhrifaríkast er ef þú teiknar þina eigin mynd og fyllir hana af litum og tilfinningum. Það er vísindalega sannað að þegar þú teiknar og þegar þig dreymir leysist úr læðingi serótónín og oxýtósín sem gerir það að verkum að þú verður hamingjusöm/samur, skapandi – þú fyllist sjálfstrausti og þér líður vel.

En hvernig kemstu svo frá núverandi stað á þann stað sem þig dreymir um?

Þú þarft að taka þrjú djörf skref í áttina að honum.

Hér byrja töfrarnir. Heili þinn þekkir þig. Hann hefur skráð allt sem þú hefur séð, heyrt, og upplifað hvort sem það er ímyndun eða raunveruleiki. Þú þarft bara að biðja hann að hjálpa þér með púslin sem vantar upp á. Hann mun færa þér svörin og segja þér hvað þú þarft að gera til að komast á áfangastað.

Það eina sem þú þarft að gera er að horfa á myndina þína, loka augunum. Þetta leyfir huganum og heilanum að vinna úr því sem þú sérð og koma með bestu lausnina. Ef þú bara slakar á og spyrð hann hvaða djörfu skref þú þarft að taka í átt að draumum þínum kemur svarið fljótt. Galdurinn er að sjá, trúa og auðvitað að framkvæma.

Sjáðu myndina fyrir þér á hverjum einasta degi

En hafðu í huga að ef skrefin í átt að draumum þínum eru of djörf byrjar heilinn að tala þig ofan af hlutunum. Hann byrjar að sannfæra þig um að vera ekkert að breyta of miklu því hann höfðar til skynseminnar.

En hvernig getur þú ögrað þessu?

Með því að teikna mynd af framtíðinni sem heillar þig, þannig að þegar þú horfir á myndina af lífi þínu eins og það er núna finnur þú til, en þegar þú horfir á myndina af lífi þínu eftir eitt ár ertu full/ur hamingju, gleði og spenningi eins og þú sért nú þegar byrjuð/byrjaður að lifa því lífi.

Þú þarft því á hverjum degi að horfa á myndina og drekka hana í þig, finna tilfinningarnar og stíga inn veröldina þar sem allt er mögulegt. Það mikilvægasta af öllu er svo að framkvæma.

Þú byrjar til dæmis á því að hringja í vinkonu þína eða vin sem stofnaði sitt eigið fyrirtæki og spyrð hvernig hún/hann gerði það. Þú ferð til maka þíns og spyrð hvort hann styðji þig í þinni hugsjón, þú ferð til yfirmanns þíns og biður hann um launahækkun. Þannig og aðeins þannig verður þú eina manneskja af tíu sem lætur draumana rætast og breytir einhverju.

Maya Angelou sagði einu sinni, „A solitary fantasy can transform a million realities“ sem í stuttu máli þýðir að það sem þú ímyndar þér í einrúmi getur orðið að veruleika á milljón vegu.

Svo því ekki að prófa að teikna þína eigin mynd og vera sú manneskja sem þorir að láta draumana rætast!

Hér sérðu Patti Dobrowsolski útskýra þetta í þaula

 

Deildu þessari grein á
  • Nýtt
  • Heilsa og útlit
  • Lífið og lífsstíll
  • Matur og drykkur
  • Menning
  • Myndbönd

Gerðu árin eftir fertugt enn betri – Átta frábær ráð

Við höfum líklega mörg okkar fundið okkur á þeim stað sem þýski...

Ert þú vinnufíkill, eða kannski maki þinn? – Þetta eru merki þess

Það hefur löngum verið sagt að allir Íslendingar séu vinnualkar enda...

Tíu hlutir sem þú ættir að hætta því þeir láta þig eldast hraðar en nauðsynlegt er

Útlitsdýrkun er staðreynd í okkar nútímasamfélagi. Það eru t.d. til...

Láttu draumana rætast – Þessi einföldu skref gera þig ósigrandi!

Hvaða dreymir þig um að gera og hvað vilt þú sjá verða að veruleika...

Ofureinfaldur pylsupottréttur með beikoni og sweet chili

Það er alltaf jafn gott að geta hent í eitthvað einfalt og gott í...

Finnst þér þú hafa bætt á þig? – Og skilurðu alls ekki hvers vegna?

Finnst þér þú hafa fitnað… en samt ekki? Því þú veist að þú...

Stórgóð ráð við bjúg og bólgum í fótum

Bjúgur og bólgur í fótum er nokkuð sem margir kannast við. Ástæðan...

Þetta eru tuttugu rómantískustu bíómyndir allra tíma

Hvað er meira kósý en að kúra uppi í sófa þegar kalt er úti og...

Finnst þér þú hafa bætt á þig? – Og skilurðu alls ekki hvers vegna?

Finnst þér þú hafa fitnað… en samt ekki? Því þú veist að þú...

Stórgóð ráð við bjúg og bólgum í fótum

Bjúgur og bólgur í fótum er nokkuð sem margir kannast við. Ástæðan...

Hár okkar breytist með hærri aldri – Og hér eru góð ráð

Umhirða hársins er mikilvægur þáttur í því að líta vel út....

Gerðu þetta frábæra túrmerik te til að draga úr verkjum og bólgum í líkamanum

Túrmerik hefur verið notað um aldir gegn bólgum í líkamanum,...

Svona færðu flott og vel blásið hár

Það getur vafist fyrir konum að blása á sér hárið enda ekki alltaf...

Þessar ávaxtategundir draga úr hrukkum og bæta ástand húðarinnar

Það sem við borðum getur haft mikil áhrif á útlit og ástand...

Er það virkilega allra meina bót að stunda kynlíf?

Getur það verið að með því að stunda kynlíf reglulega megi bæði...

Förðunarmistök sem þú ættir að forðast því þau geta gert þig 10 árum eldri

Þegar við eldumst er augljóst mál að húð okkar breytist og því...

Gerðu árin eftir fertugt enn betri – Átta frábær ráð

Við höfum líklega mörg okkar fundið okkur á þeim stað sem þýski...

Ert þú vinnufíkill, eða kannski maki þinn? – Þetta eru merki þess

Það hefur löngum verið sagt að allir Íslendingar séu vinnualkar enda...

Tíu hlutir sem þú ættir að hætta því þeir láta þig eldast hraðar en nauðsynlegt er

Útlitsdýrkun er staðreynd í okkar nútímasamfélagi. Það eru t.d. til...

Láttu draumana rætast – Þessi einföldu skref gera þig ósigrandi!

Hvaða dreymir þig um að gera og hvað vilt þú sjá verða að veruleika...

Gerðu líf þitt einfaldara og ekki láta allt þetta standa í veginum fyrir hamingju þinni

Það vilja allir vera hamingjusamir. Þannig er það bara. Veltir þú...

Fáðu þér hunang daglega – Því þetta er það sem gerist í líkamanum

Því verður ekki neitað að hunang getur verið afskaplega gott fyrir...

Þessi áramótaheit ættum við öll að setja okkur

Á nýju ári strengja margir áramótaheit eða gera breytingar á lífi...

Þess vegna ættir þú að sleppa takinu á sumu fólki í lífi þínu

Já, það er allt í lagi að sleppa tökunum á sumu fólki í lífi...

Ofureinfaldur pylsupottréttur með beikoni og sweet chili

Það er alltaf jafn gott að geta hent í eitthvað einfalt og gott í...

Heimsins bestu gulrætur með hátíðarmatnum

Meðlæti með hátíðarmatnum skiptir miklu máli og getur algjörlega...

Jólaleg kaffikaka með kanil og súkkulaðibitum

Okkur finnst þessi kaka eiga vel við á aðventunni – enda virkilega...

Dásemdar írskt kakó sem yljar á köldum kvöldum

Það er fátt notalegra en að sitja undir teppi með heitan drykk yfir...

Besta uppskriftin að gamaldags vanilluhringjum

Ég rakst á þessa uppskrift að gamaldags vanilluhringjum fyrir nokkrum...

Gjörsamlega geggjaðar súkkulaðibitakökur – Þessar eru æði

Ef þið ætlið bara að baka eina sort af kökum fyrir jólin þá er svo...

Klassískar amerískar súkkulaðibitakökur – með fullt af súkkulaði

Við erum farin að hlakka til jólaundirbúnings og erum byrjuð að baka...

Æðislegar heimagerðar ostastangir sem einfalt er að útbúa

Ef þér finnst ostur góður þá er þetta eitthvað fyrir þig. Og þetta...

Þetta eru tuttugu rómantískustu bíómyndir allra tíma

Hvað er meira kósý en að kúra uppi í sófa þegar kalt er úti og...

Tíu frábærar bíómyndir sem fá þig til að gleyma lífsins áhyggjum

Þegar veðrið er ekki upp á sitt besta og maður er í letistuði er...

Þetta eru eftirminnilegustu kossar allra tíma

Kossar í bíómyndum verða gjarnan eftirminnilegir – og oft eru...

Jólalög og ljúfir tónar á Þorláksmessu í Hörpu – Frítt inn og allir velkomnir

  Margir leggja leið sína í miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu...

Mahler og Mussorgsky á Óperudögum í Hannesarholti

  Þau Aron Axel Cortes barítónsöngvari og Hrönn Þráinsdóttir...

Skelltu þér á ókeypis tónleika Óperunnar í Hörpu – Notalegt í hádeginu

Íslenska óperan býður upp á í vetur, eins og undanfarna vetur,...

Svona hefurðu aldrei heyrt lagið Jolene áður… frábær A capella flutningur

Dolly Parton er afskaplega hæfileikarík og þá ekki eingöngu sem...

Gætir þú lifað án tónlistar?

Hvernig væri tilveran án tónlistar? Tónlist er stór hluti af menningu...

Þessi litla ódýra jólaauglýsing hefur gjörsamlega brætt netheima

Það á oftar en ekki við að minna er meira og það sannar þessi litla...

Dáleiddu salinn og dómarana með töfrandi hreyfingum – Alveg magnað

Þessi hópur stúlkna frá Líbanon, 31 talsins, eru keppendur í nýjustu...

Stóð uppi sem sigurvegari 89 ára gamall – Aldrei of seint að láta draumana rætast

Við höfum lengi talað fyrir því að maður er aldrei, nei ALDREI, of...

65 ára gamall leikari fær magnaða yfirhalningu

Hann er 65 ára gamall leikari í New York og hafði ekki farið í...

Tólf ára sem dreymir um að syngja á Broadway fær gullna hnappinn og grætir dómarana

Hann er 12 ára gamall og dreymir um að verða Broadway stjarna – og...

Þetta er sko enginn venjulegur kór – Enda fengu þau gullna hnappinn

Krakkarnir í Detroit Youth Choir mætti ásamt stjórnanda sínum í prufur...

Hann stoppar þessa 12 ára stelpu og lætur hana syngja aftur – Og hún neglir það!

Hún er 12 ára gömul og mætti á dögunum í prufur í stærstu...

Ellefu ára fiðluleikari er lifði af krabbamein fær gullna hnappinn frá Simon Cowell

Hann vildi ekki vera þekktur sem strákurinn með krabbameinið og ákvað...