Þessi 13 ára stelpa er algjör snillingur – en hún mætti í prufur í nýjustu þáttaröð Americas Got Talent.
Hún heitir Courtney Hadwin og þótt hún gæti varla talað fyrir stressi þá hafði það engin áhrif á frammistöðu hennar á sviðinu.
Courtney gjörsamlega umbreyttist þegar hún hóf að syngja og líktu dómararnir henni við Janis Joplin. Og fyrir þessa snilldar prufu hlaut hún gullhnappinn og flýgur því beint inn í undanúrslit keppninnar.