Hvað segir stjörnumerkið þitt um þínar drykkjuvenjur?

kona rauðvín drekka sumarMeð hverjum er best og skemmtilegast að fá sér í glas? Sumir vilja meina að stjörnumerkin hafi þar áhrif og því skuli ekki hundsa þátt þeirra í þessu.

Stjörnufræðin og drykkjuvenjur

En hefurðu eitthvað hugsað út í það að kannski sé betra að fara út með einhverjum ákveðnum vini frekar en einhverjum öðrum, byggt á stjörnumerkjum þeirra?

Það er alltaf gaman að skoða stjörnumerkin og einkenni þeirra og alveg sama hvað manni finnst um stjörnufræðina þá er þetta skemmtileg pæling.

HrúturHrútur

Það sem yfirleitt einkennir hrútinn er opin og vinaleg hegðun hans. Í veislum skoppar hann á milli fólks, blandar geði vinstri hægri og gætir þess að allir skemmti sér jafn vel og hann.

Ef hrúturinn stendur sig ekki í þessu geturðu verið viss um að hann helli í glasið hjá þér þar til þú ert komin/n á hans stig. Og ef þú ert í leiðu skapi þá er hrúturinn klárlega sá sem þú vilt fara með á happy-hour.

 

nautNaut

Þetta er eitt traustasta stjörnumerkið og þessir einstaklingar standa með þér í gegnum súrt og sætt. Þannig að ef þig vantar einhvern traustan með þér út á lífið þá ættirðu að hringja í vin þinn sem er í nautsmerkinu.

En farðu samt varlega því þegar nautið hefur fengið sér full mikið neðan í því kemur hið þrjóska eðli þess berlega í ljós. Ef því líkar ekki plan þitt fyrir kvöldið þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur af því að nautið láti þig ekki vita af því. Þetta er einstaklingur sem lætur ekki undan hópþrýstingi, hvað þá þegar áfengi er komið í líkamann.

Gættu þess að ekki blossi upp deilur við nautið þegar þið fáið ykkur í glas því það gæti endað illa.

 

tvíburiTvíburi

Þetta merki er þekkt fyrir að hafa marga persónuleika. Og það getur verið erfitt að fá sér í glas með einhverjum sem skiptir stöðugt um skap.

Tvíburar þola ekki óákveðið fólk svo þú skalt hafa það alveg á hreinu hvað þið ætlið að gera og hvern þið ætlið að hitta. Og ekki hanga of lengi á sama staðnum því það leiðist tvíburanum. Þetta er vinurinn sem hverfur um leið og hann hefur fengið sér of mikið neðan í því.

 

krabbiKrabbi

Þetta er manneskjan sem á í erfiðleikum með tilfinningarnar og fer að væla þegar hlutirnir fara ekki eins og hún vill.

Krabbinn sýnir allan tilfinningaskalann, alveg eftir því hverjar aðstæðurnar eru. Og einmitt þess vegna er þetta kannski ekki besti drykkjufélaginn. Eina mínútuna eru þeir á toppi tilverunnar og allt svo æðislegt en þá næstu er allt ómögulegt og þeir hundpirraðir og fúlir.

 

ljónLjónið

Á meðan vínið flýtur og hellt er í glösin er ljónið með á nótunum. Ljónið talar mikið og liggur ekki á skoðunum sínum – alveg sama þótt það móðgi fólk með þeim.

Allir þekkja það hvað losnar um málbeinið hjá mörgum þegar þeir hafa fengið sér í tána og það á sérstaklega vel við ljónið. Eftir að tappinn hefur verið tekinn úr flöskunni stoppar ljónið ekki.

 

meyjaMeyja

Þetta eru fullkomnunarsinnar sem kjósa að fara einir á barinn til að slaka á eftir erfiðan dag. Og nákvæmlega þess vegna er meyjan ekki ákjósanlegur drykkjufélagi.

Meyjur eru miklir snyrtipinnar og sætta sig ekki við að fara á einhverjar búllur. Ef þú ert í stuði fyrir flott kvöld úti á lífinu þá er meyjan líklega þín manneskja.

 

vogVogin

Þetta er líklega eitt besta merkið til að djamma með. Vogir eru glaðar og heppnar týpur sem vilja alltaf að allir skemmti sér jafn vel.

Vogin er skynsöm og heldur ró sinni og það er alltaf kostur þegar farið er út á lífið. Þetta er manneskjan sem sættir fólk og kemur í veg fyrir rifrildi.

 

sporðdrekiSporðdreki

Þegar sporðdrekinn hefur fengið sér nokkur glös opnast flóðgátt og hann opinberar skoðanir sínar. Og hann heldur ekki aftur af sér – sem getur bæði verið gott og slæmt.

Engu að síður eru þetta einstaklingar sem eru reiðubúnir að drekka með þér við hvaða kringumstæður sem er. Og það besta er að þeir fela tilfinningar sínar svo þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af því að sporðdrekinn fari að væla ofan í glasið sitt.

 

bogmaðurBogmaður

Farðu varlega þegar þú skemmtir þér með bogmanni því þetta eru að eðlisfari orðhvassir einstaklingar. Og þegar vín er komið í blóðið þá er betra að gæta þess hvað sagt er í návist þeirra.

Þegar líða fer á kvöldið og minnkar í flöskunni fara bogmennirnir þó að daðra meira svo ef þú ert á þeim buxunum gæti verið gott að hafa bogmanninn með sér út á lífið.

 

steingeitSteingeit

Það ætti kannski frekar að kalla steingeitina kamelljón því þetta er hinn fullkomni drykkjufélagi sem aðlagast hverjum þeim aðstæðum sem honum er hent inn í.

Þetta er áhyggjulausi vinurinn sem fer út á lífið og vill bara skemmta sér og þeim er alveg sama hvað, hver, hvenær eða hvar – þeir vilja bara hafa gaman.

 

vatnsberiVatnsberi

Það borgar sig að fara varlega þegar farið er út á lífið með vatnsberanum. Þessir einstaklingar skipta fljótt skapi og ef þú pirrar þá óvart getur fjandinn verið laus.

Það getur því verið eftirminnilegt að fá sér í glas með vatnsberanum.

 

fiskurFiskar

Það getur verið áhugavert að fá sér í glas með fiskinum því tilfinningar hans eru svo óútreiknanlegar. Farðu samt varlega því þetta síðasta glas gæti verið það sem ýtir fiskinum alveg yfir strikið.

Ef þér dettur skyndilega í hug að fara út á lífið er fiskurinn tilvalinn í eitthvað svona óvænt því þetta eru einstaklingar sem synda með straumnum en ekki móti honum.

Heimildir: elitedaily.com

Deildu þessari grein á
  • Nýtt
  • Heilsa og útlit
  • Lífið og lífsstíll
  • Matur og drykkur
  • Menning
  • Myndbönd

Hættu að steikja beikonið og notaðu frekar þessa frábæru aðferð

Ef þú ert vanur/vön að steikja beikonið á pönnu er kominn tími til...

Þrjú frábær ráð til að velja alltaf besta rósavínið

Tilhugsunin um ískalt rósavín, sumar og sól er alveg dásamleg –...

Dásemdar sítrónukaka – eins og þessi sem fæst á Starbucks

Sítrónukaka er eitt það besta sem við fáum. Hún er svo frískandi,...

Mikilvægt að borða rétt fyrir hormóna líkamans

Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá hafa hormónar líkamans mikið...

Þrjú einföld atriði sem gera alveg kraftaverk fyrir hjónabandið

Það er gjarnan talað um að hjónabandið sé vinna. Við getum öll...

Klassísk frönsk súkkulaðikaka með fílakaramellum

Frönsk súkkulaðikaka er ein af þessum góðu kökum sem maður fær...

Þess vegna eru franskar konur alveg með þetta

Hefur þú stundum pælt í því hvað franskar konur virðast einhvern...

Alls ekki geyma förðunarburstana svona inni á baði

Ert þú ein af þeim sem geymir förðunarburstana þína inni á...

Mikilvægt að borða rétt fyrir hormóna líkamans

Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá hafa hormónar líkamans mikið...

Að láta klippa á sig topp getur alveg yngt mann um nokkur ár

Ef þig langar að breyta til og ert orðin hundleið á hárinu þínu...

Að vakna rennandi sveitt og þvöl um miðja nótt – Algengt vandamál

Konur á vissum aldri þurfa að kljást við eitt og annað sem tengist...

Hvernig klipping hentar þínu andlitsfalli best?

Ekki hentar öllum konum sama klippingin og sama greiðslan. Ýmislegt...

Sjö frábær förðunartrix fyrir unglegra útlit

Þegar við eldumst breytist húð okkar og þá um leið þær áherslur...

Þannig geturðu spornað við of hraðri öldrun húðarinnar

Við Íslendingar búum við myrkur og kulda stóran hluta ársins og því...

Þunglyndi karla oft dulið og einkennin eru allt önnur en hjá konum

Þunglyndi er afar erfiður sjúkdómur sem þjakar marga. Einkenni...

Frábær ráð til að eiga við þunnt hár

Konur með þunnt hár vita hversu erfitt það getur verið að eiga við...

Þrjú frábær ráð til að velja alltaf besta rósavínið

Tilhugsunin um ískalt rósavín, sumar og sól er alveg dásamleg –...

Þrjú einföld atriði sem gera alveg kraftaverk fyrir hjónabandið

Það er gjarnan talað um að hjónabandið sé vinna. Við getum öll...

Þess vegna eru franskar konur alveg með þetta

Hefur þú stundum pælt í því hvað franskar konur virðast einhvern...

Alls ekki geyma förðunarburstana svona inni á baði

Ert þú ein af þeim sem geymir förðunarburstana þína inni á...

Þessi sex einföldu atriði þykja gera okkur aðlaðandi í augum annarra

Maður finnur svo sannarlega fyrir því, og verður var við þegar litið...

Gefðu þér tíma í þetta 15 mínútna dekur

Manni líður alltaf einhvern veginn betur þegar maður er með vel snyrtar...

Níu merki þess að þú sért ekki lengur ástfangin/n af maka þínum

Það er fátt sem toppar þá tilfinningu að vera ástfangin/n og því er...

Þessi tíu atriði einkenna sanna og góða vini

Það er gott að eiga vini og algjörlega ómetanlegt að eiga sanna og...

Hættu að steikja beikonið og notaðu frekar þessa frábæru aðferð

Ef þú ert vanur/vön að steikja beikonið á pönnu er kominn tími til...

Dásemdar sítrónukaka – eins og þessi sem fæst á Starbucks

Sítrónukaka er eitt það besta sem við fáum. Hún er svo frískandi,...

Klassísk frönsk súkkulaðikaka með fílakaramellum

Frönsk súkkulaðikaka er ein af þessum góðu kökum sem maður fær...

Dúnmjúk fyllt og afar einföld súkkulaðikaka með dásamlegu kremi

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst afskaplega gott að eiga einfaldar,...

Svona gerir þú fullkomin hleypt egg á þrjá vegu – eins og Egg Benedict

Hver kannast ekki við Egg Benedict? Þessi dásemd er í uppáhaldi hjá...

Einfalt tælenskt kjúklingapasta sem slær í gegn

Uppskriftin að þessum gómsæta tælenska rétti er frá ameríska...

Geggjaðir heimabakaðir snúðar – miklu betri en þessir úr bakaríinu

Snúðar eru alltaf jafn vinsælir enda fátt betra en mjúkur snúður með...

Ómótstæðileg hveitilaus vegan súkkulaðikaka – Full af andoxunarefnum

Þessi ómótstæðilega súkkulaðikaka er gerð úr fimm hráefnum. Hún...

Þetta eru eftirminnilegustu kossar allra tíma

Kossar í bíómyndum verða gjarnan eftirminnilegir – og oft eru...

Jólalög og ljúfir tónar á Þorláksmessu í Hörpu – Frítt inn og allir velkomnir

  Margir leggja leið sína í miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu...

Mahler og Mussorgsky á Óperudögum í Hannesarholti

  Þau Aron Axel Cortes barítónsöngvari og Hrönn Þráinsdóttir...

Skelltu þér á ókeypis tónleika Óperunnar í Hörpu – Notalegt í hádeginu

Íslenska óperan býður upp á í vetur, eins og undanfarna vetur,...

Tíu frábærar bíómyndir sem fá þig til að gleyma lífsins áhyggjum

Þegar veðrið er ekki upp á sitt besta og maður er í letistuði er...

Svona hefurðu aldrei heyrt lagið Jolene áður… frábær A capella flutningur

Dolly Parton er afskaplega hæfileikarík og þá ekki eingöngu sem...

Gætir þú lifað án tónlistar?

Hvernig væri tilveran án tónlistar? Tónlist er stór hluti af menningu...

Vissir þú að það er leyniíbúð uppi í Eiffel-turninum?

Vissir þú að það er lítil íbúð uppi í Eiffel-turninum? Þessa...

Hann stoppar þessa 12 ára stelpu og lætur hana syngja aftur – Og hún neglir það!

Hún er 12 ára gömul og mætti á dögunum í prufur í stærstu...

Ellefu ára fiðluleikari er lifði af krabbamein fær gullna hnappinn frá Simon Cowell

Hann vildi ekki vera þekktur sem strákurinn með krabbameinið og ákvað...

Ótrúleg viðbrögð dýranna í skóginum við spegli

Franskur ljósmyndari kom spegli fyrir í skógum Afríku til að ná myndum...

Einhverfur og blindur heillar alla með stórkostlegum flutningi í hæfileikakeppni

Þrátt fyrir að vera bæði blindur og einhverfur lét hinn 22 ára gamli...

Tíu ára stelpa slær í gegn með frábærum söng og frumsömdu lagi

Þótt hún Giorgia sé ekki nema 10 ára gömul tókst henni að heilla...

Skólakór grætir dómarana og ærir salinn með taumlausri gleði og einlægni

Þau eru á aldrinum 4 til 11 ára og áttu sumir í hópnum sér þann...

Hundrað skemmtileg dansatriði úr bíómyndum sem koma þér í gott skap

Í þessu ferlega skemmtilega myndbandi má sjá hundrað dansatriði úr...

Krúttar yfir sig þegar hún upplifir hellidembu í fyrsta sinn

Þetta litla krútt bræðir mann algjörlega. Hún er svo spennt yfir...