Getur verið að það sé skrifað í stjörnurnar hvernig við eigum að haga matarvenjum okkar?
Stjörnumerkin geta víst sagt heilmikð um okkur og það hvernig við nærumst – og hvernig við ættum að borða.
Hvað segir þitt merki um það?
Ljónið 23. júlí – 22. ágúst
Þér finnst mjög gaman að skemmta þér og partý eru ofarlega á lista þínum yfir skemmtilega afþreyingu. En skemmtu þér samt í hófi því endalausir kokteilar og snittur geta komið þér í koll og farið illa með mataræðið.
Áður en þú ferð út á lífið sýndu þá skynsemi og fáðu þér eitthvað hollt og gott að borða svo þú dettir ekki í hugsunarlaust át. Og svo er líka spurning um að velja áfengislausa kokteila.
Meyjan 23. ágúst – 22. september
Ræktaðu þinn eigin mat. Þar sem meyjan er innhverft jarðarmerki og tengd jörðinni þá heillar garðvinna hennar líklega, sem og að rækta sinn eigin mat. Ef hins vegar enginn er garðurinn þá geturðu í það minnsta ræktað kryddjurtir í potti í eldhúsglugganum. Heldurðu að það sé ekki gaman að geta kryddað matinn með því sem þú ræktaðir sjálf?
Vogin 23. september – 22. október
Fegurð og fallegir hlutir skipta þig miklu máli og má segja að þú nærist á fegurðinni. Þar sem þú þarft að hafa fallegt í kringum þig gerir það líka heilmikið fyrir þig að maturinn sé bæði góður og fallegur – og að upplifunin í kringum máltíðir sé ánægjuleg. Hvort sem það er heima eða á veitingastað.
Til að máltíðin uppfylli fagurfræðileg sjónarmið þín er um að gera að nota fallegt leirtau, servíettur og kveikja á kertum til að skapa réttu stemninguna. Þú þarft kannski ekki að gera þetta á hverjum degi en alla vega ekki borða af pappadiskum.
Sporðdrekinn 23. október – 21. nóvember
Þar sem þú ert drifinn áfram af ástríðum þá áttu það til að borða þér til huggunar þegar aðrir geta ekki komið til móts við tilfinningalega dýpt þína. En áður en þú dettur í Nóa Kropps pokann skaltu skoða hvort það sé ekki eitthvað annað hollara og hitaeiningasnauðara sem getur veitt þér það sem þú sækist eftir. Bara ekki detta í tilfinningatengt át.
Bogmaðurinn 22. nóvember – 21. desember
Þú elskar að ferðast og allt framandi og alþjóðlegt höfðar einstaklega mikið til þín. En þótt þú hafir ekki tækifæri til að ferðast þá geturðu samt notið framandi rétta frá hinum ýmsu heimsálfum í eldhúsinu heima. Ef þú lætur það eftir þér og gefur þér tíma í að útbúa framandi rétti gerirðu um leið mataræðið eins spennandi og þú vilt hafa hlutina. Og um leið hefurðu tækifæri til að kynnast heilsusamlegum aðferðum og venjum ólíkra menningarheima.
Steingeitin 22. desember – 19. janúar
Þar sem þú ert svo einbeitt í því að ná markmiðum þínum og það er svo margt sem þarf að gera þá er þér illa við allt sem beinir þér í ranga átt. Og það á líka við hungur – því ef þú ert of svöng þá geturðu ekki einbeitt þér.
Það er mikilvægt fyrir þig að borða með reglulegu millibil og reyndar er það góð fjárfesting í heilsu þinni. Auk þess getur það fært þig nær markmiðum þínum og aukið afköstin, en það ætti þér einmitt að líka vel.
HÉR má svo lesa um Vatnsberann, Fiskinn, Hrútinn, Nautið, Tvíburann og Krabbann.