Það er ekki hægt að neita því að þeir eru fallegir Victorias Secret englarnir og líta margir þá aðdáunaraugum. En hvað ætli þessar dömur borði til að öðlast þetta eftirsóknaverða vaxtarlag?
Allar á sama mataræðinu
Þær ofurfyrisætur sem eru svo lánsamar að landa hlutverki engils hjá undirfatafyrirtækinu vinsæla fara víst allar á sama mataræðið fyrir sýningar. Næringarfræðingur hefur búið til ákveðið plan sem fyrirsæturnar þurfa að fylgja. Reyndar er það sérsniðið að hverjum og einum engli en engu að síður miðast það fyrst og fremst við að ná miklum árangri á stuttum tíma. Fituprósenta þeirra má nefnilega ekki vera hærri en 18, en hjá fullorðinni konu í góðu formi er gjarnan miðað við 21 til 24 prósent. Kröfurnar eru því greinilega miklar.
Hristingar og stangir
Mataræðið snýst fyrst og fremst um að taka allan unnin mat út. En þegar nær dregur sýningu, eða svona 9 dögum áður, er aðeins tvennt sem fyrirsæturnar mega borða. Þessa daga mega þær ekkert láta inn fyrir sínar varir nema próteinhristinga og prótein- og grænmetisstangir. Mataræðið er afskaplega hitaeiningasnautt.
Þetta þykir góð leið til að ná árangri á skömmum tíma en sérfræðingar mæla alfarið gegn því að lifað sé eingöngu á slíku. Þótt aðferðin sé tengd við heilsu, fegurð og æsku þá segja þeir mörg mikilvæg næringarefni vanta í hana. Þeir vara eindregið við langtíma notkun þessa mataræðis og segja það gera lítið annað en að láta fólk eldast hraðar en ella þar sem svo mörg mikilvæg næringarefni vantar. Þá segja sérfræðingarnir aðferðina vissulega hjálpa til við að léttast hratt en líkurnar á því að þyngjast aftur eru hins vegar mjög miklar – og þá einnig meiri líkur á því að þyngjast meira en áður. Þannig að ávinningurinn er ekki mikill þegar upp er staðið.
Það verður því seint lögð nógu rík áhersla á að skyndilausnir eru ekki málið.
Sjáðu líka HÉR Melissa léttist um 23 kíló á fimm vikum og án þess að fara í ræktina