Útlitsdýrkun er staðreynd í okkar nútímasamfélagi.
Það eru t.d. til krem sem eiga að sporna við hrukkum, hárlengingar til að þykkja hárið og lengja það, allskyns meðferðir til að losa okkur við appelsínuhúð og svona mætti áfram telja.
Taktu því fagnandi
En á meðan sumir fagna því að eldast eru aðrir sem streitast hressilega á móti Elli kerlingu.
Hættu nú að hafa áhyggjur af gráum hárum og hrukkum. Það er hugarfarið sem skiptir máli þegar maður eldist, hvernig manni líður að innan en ekki utan. En hvort sem við hræðumst það að eldast eða tökum því fagnandi þá eru til nokkrar leiðir sem við getum tamið okkur til að hægja á öldrunarferlinu – bæði á líkama og sál.
Hér eru 10 atriði sem gera það að verkum að við eldumst mun hraðar en ella
1. Að láta óhollustuna eftir sér
Það kannast allir við að langa óstjórnlega mikið í sætindi. Ef mann mundi langa í spínat í hvert sinn sem sætindapúkinn bankaði upp á væri maður í góðum málum.
Þegar okkur langar óstjórnlega í eitthvað gott sækjumst við í langflestum tilfellum í sætindi, súkkulaði, nammi eða sætabrauð. Og það er líka allt í lagi að leyfa sér það stundum. En ef maður ætlar að gefa eftir í hvert sinn sem sætindaþörfin grípur mann bjóðum við hættunni heim. Of mikil sykurneysla stuðlar að mörgum heilsufarsvandamálum, hún hraðar öldrun, eykur hrukkumyndun og stuðlar að bólgum í húð.
2. Að sofa ekki nógu mikið
Líkami þinn þarf svefn til starfa eðlilega. Ef þú sefur ekki nóg hefur það slæm áhrif á þig líkamlega og andlega. Langvarandi svefnleysi skapar ójafnvægi í húðinni svo líkaminn hrörnar hraðar og baugar myndast.
3. Að taka ekki frá tíma fyrir sjálfan sig
Margt fólk er stöðugt að passa upp á allt og alla í kringum sig, að hinir séu hamingjusamir en gleyma svo að sinna sjálfum sér. Þú eldist hraðar ef þú ert stanslaust undir streitu og tekur þér ekki tíma til að hugsa um sjálfa/n þig.
Leggðu þig í líma við að setja þig í fyrsta sæti á hverjum degi. Farðu í göngu í hádegishléinu, slakaðu á í freyðibaði áður en þú ferð að sofa eða vaknaðu aðeins fyrr og lestu nokkra kafla í góðri bók. Aldrei gleyma að sinna sjálfri/sjálfum þér.
4. Að drekka of mikið áfengi
Það að drekka mikið áfengi veldur bólgum og hægir á efnaskiptum í líkamanum. Mikil drykkja ógnar heilsu, skapar aukaálag á kerfið, hraðar öldrun, þurrkar húðina og gefur þreytulegt útlit.
5. Að vera bitur
Að bera kala til einhvers er ekki hollt. Biturleiki er eins og krabbamein sagði einhver.
En það að endurspila slæma minningu í huganaum aftur og aftur eykur kvíða, þunglyndi og veldur hækkuðum blóðþrýstingi. Finndu leið til að fyrirgefa. Þér mun líða svo miklu betur og þú verður loksins frjáls frá því sem hélt aftur af þér.
6. Að einangra sig
Að eyða tíma með sjálfum sér er æðislegt. Það er afslappandi og friðsælt. En ekki gleyma að skipuleggja kvöld úti með vinunum annað slagið. Að vera í kringum fólk sem elskar þig eykur þína innri hamingju.
7. Of mikið af eiturefnum
Það er hægt að finna eiturefni í öllu nú til dags. Í matnum sem við borðum, í snyrtivörum og jafnvel í þvottaefnunum sem við kaupum út í búð til að þvo fötin okkar.
Þér finnst það kannski óþarfi en það borgar sig að lesa vörulýsingarnar á þeim vörum sem þú notar reglulega. Þau eiturefni sem eru oft notuð hafa langan lista af hættulegum aukaverkunum sem hafa skaðleg áhrifa á heilsu þina.
8. Að hreyfa sig af röngum ástæðum
Ef þú ert eingöngu að hreyfa þig til að missa aukakílóin verðu hreyfingin eins og nokkurs konar skylda. Sannleikurinn er samt sá að hreyfing getur verið þrælskemmtileg.
Ef þú vilt missa nokkur kíló með því að hreyfa þig er það frábært, en sjáðu til þess að þú hafir gaman af því á meðan. Veldu skemmtilega hreyfingu eins og zumba, spinning og jafnvel box eða hvað það sem kætir þig . Eitthvað sem vekur áhuga þinn og fær þig til að gera það með glöðu geði og eftirvæntingu en ekki af skyldurækni.
9. Að taka öllu of alvarlega
Reyndu að hlæja eins oft og þú getur. Suma hluti þarf maður að sjálfsögðu að taka alvarlega en ekki nærri því alla. Vertu óhrædd/ur að hlæja að sjálfum þér og finna húmorinn í kringumstæðunum.
Með þetta að leiðarljósi dregur þú úr streitu og eykur hamingjuna í lífi þínu. Það er í raun besta meðalið.
10. Að sinna ekki ástinni
Ef þú og maki þinn eruð of upptekin til að skella ykkur í bíó, fara út að borða eða jafnvel út í göngu er komin tími til að slaka aðeins á. Það er mikilvægara en þú heldur að gefa sér tíma með makanum og skapa nánd. Nándin gerir það að verkum að þú höndlar streitu betur og svo leysir hún endorfín út í líkamann sem gerir þig hamingjusama/nn.
Af hverju ættir þú ekki að eyða meiri tíma með þeim sem þú elskar?
Ef það hefur verið að mikið að gera, skipuleggið þá helgarferð fyrir ykkur tvö eða skellið ykkur á stefnumót til kynda undir ástina.