Gunnhildur er gangandi kraftaverk

GunnhildurGunnhildur Óskarsdóttir, manneskjan á bak við styrktarfélagið Göngum saman, var ekki nema 38 ára þegar hún greindist með krabbamein í brjósti. Hún segir það vissulega hafa verið áfall og sérstaklega í ljósi þess að enginn í hennar fjölskyldu hafði fengið krabbamein. Þetta kom henni því algörlega í opna skjöldu.

Hélt hún væri ein af þeim heppnu

Gunnhildur fór strax í fleygskurð en í þeirri aðgerð kom í ljós að meinið hafð dreift sér í eitlana. Viku seinna fór hún því í aðra aðgerð þar sem allt brjóstið var fjarlægt – og í sömu aðgerð fór hún einnig í uppbyggingu á brjóstinu.

„Ég fór í lyfjameðferð að lokinni aðgerð sem gekk mjög vel. Á þessum tíma var ég nýbúin að fá lektorsstöðu í Kennaraháskólanum og var spennt fyrir því. Allt gekk vel eftir meðferðina og ég hætti alveg að hugsa um þetta, taldi þetta vera frá og trúði að ég hefði verið ein af þeim heppnu. Ég naut mín í vinnunni og var farin að leggja drög að því að fara í doktorsnám.

Fjórum árum eftir brjóstnámið, haustið 2002, fékk ég rannsóknarleyfi og var á leiðinni til Aberdeen í Skotlandi þar sem ég ætlaði að dvelja í nokkrar vikur þegar það finnast breytingar í blóði og í ljós kom að æxlisvísar höfðu hækkað. Ég fer til Aberdeen en kem aftur til baka sex vikum seinna og þá höfðu æxlisvísar enn hækkað og eftir rannsóknir hér heima er mér tjáð að það séu komin meinvörp í hálsliðina.

Þetta var annað áfall og fyrstu viðbrögð mín voru að hætta við þetta nám. En þarna settist ég niður og hugsaði hvað ég vildi eiginlega gera í lífinu – hvað hefði ég t.d. gert ef þetta hefði ekki komið fyrir mig. Læknirinn minn hvatti mig líka til þess að hugsa þetta á þann hátt, sem ég og gerði. Ég ákvað því að einbeita mér að því sem mér finnst skemmtilegt og reyna að hafa jákvæðnina að leiðarljósi. Þess vegna hélt ég mínu striki og fór í þetta nám sem snýst um það hvernig börn læra. Námið gaf mér alveg heilmikið í öllu þessu ferli.“

Var alveg rosalega hrædd

Við tók hormónameðferð og beinastyrkjandi meðferð sem Gunnhildur var síðan á í fjögur ár en þá kom í ljós að brjóstakrabbameinið hafði dreift sér enn frekar. Á þessum tímapunkti fannst henni heimurinn hrynja. Hún hafði talið þetta að baki og hélt hún væri sloppin.

„Þegar ég fæ þessar erfiðu fréttir er ég að leggja lokahönd á doktorsritgerðina mína og það voru aðeins þrír mánuðir í doktorsvörnina. Ég tók meðvitaða ákvörðun um að láta þetta ekki taka yfir lífið hjá mér og hélt einhvern veginn ró minni og stillingu. Ég er þannig gerð að ég vil sjá fyrir endann á hlutunum, klára það sem ég byrja á og ég ætlaði ekki að láta þetta ná tökum á mér. Vinnan á lokasprettinum hjálpaði mér líka við að hugsa um eitthvað annað en krabbameinið, en ég ætla samt ekki að neita því að á tímabili var ég alveg rosalega hrædd.“

Lyfjameðferð stanslaust í sjö og hálft ár

Þarna árið 2006 byrjar Gunnhildur í enn einni lyfjameðferðinni sem stóð stanslaust í sjö og hálft ár. „Það var ákveðið að prófa að taka lyfjahlé í lok ársins 2013 og það hlé stendur enn og mér hefur aldrei liðið betur“ Og nú einu og hálfu ári seinna stendur Gunnhildur keik og getur horft stolt yfir farinn veg enda búin að afreka mikið undanfarin ár.

„Það er búið að ganga vel svo lengi, það hefur verið fylgst vel með mér og lyfin hafa haldið sjúkdómnum niðri. Hvort þetta er varanleg lækning eður ei veit ég ekki. Ég veit raunverulega ekkert hvort þetta blossar upp aftur en ég er óendanlega þakklát fyrir hvað þetta hefur gengið vel. Mér hefur tekist að lifa með sjúkdómnum af æðruleysi. Sú ákvörðun að láta þetta ekki taka yfir lífið hefur án efa hjálpað en það er ekki sjálfgefið. Svo á ég stóran og þéttan vinahóp og yndislega fjölskyldu. Þá hefur vinnan mín og samskipti við gott fólk og auðvitað Göngum saman hópurinn gert helling. En ég tel að þetta hafi allt hjálpað.“

Svo trúin fái vængi

Styrktarfélagið Göngum saman var stofnað árið 2007 af Gunnhildi og vinkonum hennar og eru félagar í dag tæplega 500. Félagið hefur hingað til veitt 50 milljónir í styrki og mun veita 10 milljónir í viðbót í haust. Gunnhildur segir félagið hafa mætt ótrúlegri velvild og jákvæðni. Hún segir þessa styrki vera mjög mikilvæga fyrir vísindamennina sem eru að vinna frábært starf fyrir framtíðina.

„Þegar ég fór af stað með þetta þá var ég að hugsa þetta fyrir komandi kynslóðir. Þetta tekur svo langan tíma, svona rannsóknir eru langhlaup. Þótt lækning finnst ekki í dag þá trúi ég því að það muni gerast einn daginn. Og til þess að sú trú fái vængi þurfum við að styrkja vísindamennina svo lækning finnist.

Við þurfum að skilja eðli og orsakir sjúkdómsins sem getur verið svo margbreytilegur. Brjóstakrabbamein er ekki allt eins og þú getur aldrei borið þig saman við næsta mann. Hver einstaklingur er einstakur. Orðið krabbamein er líka svo gildishlaðið. Svo ég tali út frá sjálfri mér þá hefur mér t.d. aldrei fundist ég vera að berjast við krabbamein. Ég hef hins vegar lifað með því. Og mér hefur í raun aldrei fundist ég veik nema þá helst í lyfjameðferðunum vegna þeirra aukaverkana sem þeim fylgja.“

Sagan hennar Vigdísar Finnbogadóttur hjálpaði

Gunnhildur telur mikilvægt að þær konur sem greinast með þennan sjúkdóm haldi í vonina og trúi á hana. „Það eru ótalmörg dæmi um konur sem hefur gengið vel hjá. Og þegar þetta uppgötvast snemma eru allar líkur á að vel gangi. Maður vill líka heyra sögur um það sem gengur vel og sagan hennar Vigdísar Finnbogadóttur hjálpaði mér til dæmis mikið. Ég horfði á hana og aðrar konur sem hafði gengið vel hjá. Maður verður að reyna að horfa á sjálfan sig sem einstakan og alls ekki missa vonina“ segir þessi ótrúlega sterka kona að lokum.

Áttunda gangan hjá Göngum saman fer fram sunnudaginn 10. maí frá Háskólatorgi. Fjörið hefst kl. 10:00 en gangan sjálf fer af stað kl. 11:00. Einnig eru göngur á 14 öðrum stöðum á landinu, sjá upplýsingar á gongumsaman.is

jona@kokteill.is

Deildu þessari grein á
  • Nýtt
  • Heilsa og útlit
  • Lífið og lífsstíll
  • Matur og drykkur
  • Menning
  • Myndbönd

Það er gott að kyssa – En veistu hvað kossaflensið getur gert?

Hvað jafnast á við kossaflens og kelerí? Ekkert að mínu mati, þrátt...

Einstaklega einfaldur og fljótlegur eftirréttur

Þegar strákarnir mínir voru litlir bjó ég stundum til eftirrétt handa...

Þessir 9 hlutir eru það besta í lífinu – Og þeir kosta ekki krónu

Öll vitum við að tilvera okkar hér á jörðinni er takmörkuð, en allt...

Þrjár einfaldar hátíðargreiðslur fyrir stutt hár

Þrátt fyrir að hár þitt sé frekar stutt er ekki þar með sagt að...

Þessi safi er alveg hreint frábær við uppþembu og bólgum í líkamanum

Þrátt fyrir að vatnsmelónur séu 92% vatn innihalda þær engu að...

Japönsk vatnsmeðferð sem talin er allra meina bót

Þessi vatnsmeðferð er alveg sáraeinföld, en hún er kennd við Japan...

Frábært trix til að steikja beikon á pönnu – Án alls sóðaskapsins

  Ef þér finnst beikon gott og færð aldrei nóg af því… en...

Bíddu, er hún 65 ára? Og hvert er leyndarmálið?

Leikkonan Dana Delany lítur alveg ótrúlega vel út miðað við aldur....

Þrjár einfaldar hátíðargreiðslur fyrir stutt hár

Þrátt fyrir að hár þitt sé frekar stutt er ekki þar með sagt að...

Japönsk vatnsmeðferð sem talin er allra meina bót

Þessi vatnsmeðferð er alveg sáraeinföld, en hún er kennd við Japan...

Vissir þú að ananas hefur lækningamátt?

Ananas er stútfullur af góðum næringarefnum og þá meinum við...

Þessi greiðsla tekur fimm mínútur – Ótrúlega flott

  Já takk, við erum sko meira en til í þessa flottu greiðslu sem...

Konur hrjóta líka – Þótt þær haldi öðru fram

Konur um og yfir fimmtugt kvarta frekar en karlar á sama aldri yfir...

Afar mikilvægt fyrir allar konur – og þá sérstaklega konur yfir fertugt

Mælt er með því að hver kona skoði sjálf og þreifi brjóst sín í...

Hættulegra að sofa of mikið en of lítið

Það greinilega borgar sig ekki miðað við nýlega rannsókn að snúa...

Höfuðverkur og konur yfir fertugt – Hver er ástæðan fyrir höfuðverknum?

Afar algengt er að konur yfir fertugt þjáist af höfuðverk sem rekja má...

Það er gott að kyssa – En veistu hvað kossaflensið getur gert?

Hvað jafnast á við kossaflens og kelerí? Ekkert að mínu mati, þrátt...

Þessir 9 hlutir eru það besta í lífinu – Og þeir kosta ekki krónu

Öll vitum við að tilvera okkar hér á jörðinni er takmörkuð, en allt...

Bíddu, er hún 65 ára? Og hvert er leyndarmálið?

Leikkonan Dana Delany lítur alveg ótrúlega vel út miðað við aldur....

Eyðir þú oft peningum í óþarfa? – Hér eru ráð við því

Það er ótrúlegt hvað við getum stundum verið dugleg að eyða...

Snilldar ráð til að gera háu hælana þægilegri

Hvaða kona elskar ekki skó og háa hæla? Þrátt fyrir að það geti...

Karlmenn eru svo miklu mýkri en margar konur halda

Alveg eins og karlmenn eiga oft erfitt með að skilja okkur konur þá...

Lætur þú þarfir annarra alltaf ganga fyrir?

Ert þú týpan sem lætur alltaf aðra ganga fyrir en situr svo sjálf á...

Eru fimmtugar konur í dag eins og fertugar hér áður?

Íslenskar konur eiga góða möguleika á því að ná háum aldri og við...

Einstaklega einfaldur og fljótlegur eftirréttur

Þegar strákarnir mínir voru litlir bjó ég stundum til eftirrétt handa...

Þessi safi er alveg hreint frábær við uppþembu og bólgum í líkamanum

Þrátt fyrir að vatnsmelónur séu 92% vatn innihalda þær engu að...

Frábært trix til að steikja beikon á pönnu – Án alls sóðaskapsins

  Ef þér finnst beikon gott og færð aldrei nóg af því… en...

Bakaðar og gómsætar pepperoni pizza kartöflur

Fáir slá hendinni á móti brakandi pepperoni pizzu, eða bakaðri...

Gómsætur bakaður Brie í áramótaveisluna

Bakaðir ostar eru í miklu uppáhaldi hjá mér og geri ég þannig...

Dásamlegt jóla Tiramisu úr smiðju Jamie Oliver

Það er algjörlega ómissandi að fá góðan eftirrétt um jólin. Hvort...

Æðislegir snickersbitar á aðventu

Nú á aðventu er smákökubakstur á fullu á mörgum heimilum. Margir...

Gómsætar jólalegar súkkulaðikökur með Bismark súkkulaði

Þær gerast nú varla mikið jólalegri smákökurnar… hvað þá...

Þetta eru tuttugu rómantískustu bíómyndir allra tíma

Hvað er meira kósý en að kúra uppi í sófa þegar kalt er úti og...

Tíu frábærar bíómyndir sem fá þig til að gleyma lífsins áhyggjum

Þegar veðrið er ekki upp á sitt besta, maður er jafnvel lokaður inni...

Þetta eru eftirminnilegustu kossar allra tíma

Kossar í bíómyndum verða gjarnan eftirminnilegir – og oft eru...

Jólalög og ljúfir tónar á Þorláksmessu í Hörpu – Frítt inn og allir velkomnir

  Margir leggja leið sína í miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu...

Mahler og Mussorgsky á Óperudögum í Hannesarholti

  Þau Aron Axel Cortes barítónsöngvari og Hrönn Þráinsdóttir...

Skelltu þér á ókeypis tónleika Óperunnar í Hörpu – Notalegt í hádeginu

Íslenska óperan býður upp á í vetur, eins og undanfarna vetur,...

Svona hefurðu aldrei heyrt lagið Jolene áður… frábær A capella flutningur

Dolly Parton er afskaplega hæfileikarík og þá ekki eingöngu sem...

Gætir þú lifað án tónlistar?

Hvernig væri tilveran án tónlistar? Tónlist er stór hluti af menningu...

Langt leidd af Alzheimer en kemur alltaf tilbaka þegar hún syngur

Það er afar sárt fyrir aðstandendur Alzheimers-sjúklinga að horfa upp...

Er eitthvað krúttlegra en þetta? – Gleðipilla dagsins!

Lítil börn og hundar eru auðvitað bara dásemd. Og þetta litla krútt...

Faðir brúðarinnar neitaði að halda ræðu og gerði þetta í staðinn

Faðir brúðarinnar ákvað að halda ekki hefðbundna ræðu í...

Tónlist gerir kraftaverk fyrir Alzheimer-sjúklinga – Sjáðu myndbandið

Þetta fallega spænska myndband sýnir hversu stórkostleg áhrif tónlist...

85 ára afi stelur senunni í brúðkaupi í hlutverki blómastúlku

Þetta myndband bræðir mann alveg. En þessi 85 ára afi stal senunni í...

Þessi litla ódýra jólaauglýsing hefur gjörsamlega brætt netheima

Það á oftar en ekki við að minna er meira og það sannar þessi litla...

Dáleiddu salinn og dómarana með töfrandi hreyfingum – Alveg magnað

Þessi hópur stúlkna frá Líbanon, 31 talsins, eru keppendur í nýjustu...

Stóð uppi sem sigurvegari 89 ára gamall – Aldrei of seint að láta draumana rætast

Við höfum lengi talað fyrir því að maður er aldrei, nei ALDREI, of...