Hún er 14 ára gömul og kattliðug – og getur fett, brett og teygt líkamann svo maður stendur á öndinni.
Sofie heitir hún og er frá Kaliforníu í Bandaríkjunum og mætti í prufur í America´s Got Talent þar sem dómararnir gjörsamlega misstu andlitið yfir atriði hennar.
Hún hefur tileinkað sér þessa hæfni alveg upp á sitt einsdæmi og ekki notið þjálfunar heldur aðeins skoðað myndbönd.
Það er alveg ótrúlegt að sjá hana skjóta af boga og borða epli… með fótunum – gjörsamlega MAGNAÐ!!!