Gerðu líf þitt einfaldara og ekki láta allt þetta standa í veginum fyrir hamingju þinni

Það vilja allir vera hamingjusamir. Þannig er það bara.

Veltir þú því stundum fyrir þér af hverju hún Gunna, samstarfskona þín, er alltaf brosandi og hress, en ekki þú?

En hvað er það sem kemur í veg fyrir að við upplifum hamingju til fulls? Er virkilega svona erfitt að höndla hamingjuna?

Svarið er nei!

En það eru nokkur atriði sem gott er að hafa á hreinu til að feta veginn að hinni einu sönnu hamingju.

Hafðu þessi tíu atriði í huga

1. Ekki bera þig saman við aðra

Það lítur kannski út fyrir að Gunna samstarfskona þín sé hamingjusamasta manneskjan í heiminum, en kannski er hún að fela tilfinningalegan sársauka á bak við bros sitt. Við vitum það ekki. Þess vegna áttu aldrei að bera þig saman við einhvern annan. Skapaðu þína eigin hamingju.

2. Ekki æsa þig eða stressa þig á því sem skiptir ekki máli

Af hverju æsum við okkur þegar bensínverðið hækkar eða þegar uppáhalds sjampóið okkar fæst ekki lengur í hverfisversluninni? Þegar öllu er á botninn hvolft, hvaða máli skiptir það? Það er ekkert sem þú getur gert hvort eð er. Hættu að stressa þig á litlu hlutunum.

3. Ekki vera svona grimm/ur við sjálfa/n þig

Og hvað með það þótt kakan heppnaðist ekki eins vel og þú vildir eða þú fannst fleiri grá hár. Það skiptir ekki máli. Kannski féllstu á einhverju prófi. Þú nærð því bara næst.

Við gerum allt of miklar væntingar til okkar sjálfra og lífsins. Hafðu í huga að lífið mun aldrei verða fullkomið.

4. Fullkomnun er ofmetin

Láttu af þessari þörf að þurfa að hafa allt fullkomið. Hár þitt, förðunina, vinnuna, börnin þín, skeggið þitt, garðinn og allt hitt. Ekkert af þessu þarf að vera fullkomið.

Þú ert fullkomin/n nákvæmlega eins og þú ert – vertu sátt/ur með það.

5. Leyfðu þér að vera þú sjálf/ur

Eitt af því stærsta sem kemur í veg fyrir að ást og hamingja flæði í lífi þínu er að leyfa sér ekki að vera maður sjálfur. Þú þarft að leggja allar varnir niður og leyfa þér að skína í gegn. Þá fyrst upplifir þú raunverulega og sanna hamingju.

6. Lærðu að meta litlu hlutina

Hættu að horfa fram hjá öllum litlu hlutunum í kringum þig sem gefa lífinu gildi. Við erum að tala um fallegu blómin sem spretta út í garði, eða þegar barnið þitt býr um rúmið sitt í fyrsta sinn. Eða þegar snjórinn bráðnar á vorin… og svona mætti áfram telja.

Finndu fegurðina í öllum litlu hlutunum í kringum þig og lærðu að meta þá.

gleði, gaman, par

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

7. Sýndu góðmennsku

Góðmennska er falleg og heimurinn þarfnast fólks sem er gott. Þegar við gerum góðverk þá finnum við hvernig hjarta okkar tekur kipp og fyllist af hamingju. Það gleður okkur sjálf þegar við gleðjum aðra. Gerðu meira af því.

8. Ekki hlusta á hvað aðrir segja

Skoðanir annarra ættu aldrei að skipta þig máli. Aldrei.

Annað fólk hefur enga yfirsýn yfir hvað er best fyrir þig hverju sinni. Flestir vita varla hvað þeir eiga að gera við sitt eigið líf – hvernig eiga þeir að vita hvað þú átt að gera við þitt?

9. Ekki hafa of miklar væntingar

Við setjum oftast allt of miklar kröfur á okkur sjálf, markmið okkar, drauma og þrár. Ef við til dæmis náum ekki markmiðum okkar á tilsettum tíma brjótum við okkur niður og finnst við vera misheppnuð. Hættu þessu!

Stilltu væntingunum í hóf og hafðu þær raunhæfar og ekki ætla þér um of. Settu þér markmið og drauma og gefðu þér góðan tíma til að ná þeim.

10. Elskaðu hver þú ert

Að elska sjálfa/n sig er ekki alltaf auðvelt. Taktu þér samt tíma til að kynnast sjálfri/sjálfum þér upp á nýtt og lærðu að elska allt við sjálfa/n þig. Og það á við allt.

Þegar þú elskar þig eins og þú ert, með öllum þínum kostum og göllum, þá upplifir þú ákveðinn innri frið og ótrúlega hamingju.

Greinin birtist upphaflega á stevenaitchison.co.uk

Deildu þessari grein á
  • Nýtt
  • Heilsa og útlit
  • Lífið og lífsstíll
  • Matur og drykkur
  • Menning
  • Myndbönd

Hrærð egg á þrjá vegu – Á enskan, franskan og amerískan máta

Hrærð egg eru algjörlega ómissandi í dögurðinn, eða „brunch“...

Gerðu árin eftir fertugt enn betri – Átta frábær ráð

Við höfum líklega mörg okkar fundið okkur á þeim stað sem þýski...

Ert þú vinnufíkill, eða kannski maki þinn? – Þetta eru merki þess

Það hefur löngum verið sagt að allir Íslendingar séu vinnualkar enda...

Tíu hlutir sem þú ættir að hætta því þeir láta þig eldast hraðar en nauðsynlegt er

Útlitsdýrkun er staðreynd í okkar nútímasamfélagi. Það eru t.d. til...

Láttu draumana rætast – Þessi einföldu skref gera þig ósigrandi!

Hvaða dreymir þig um að gera og hvað vilt þú sjá verða að veruleika...

Ofureinfaldur pylsupottréttur með beikoni og sweet chili

Það er alltaf jafn gott að geta hent í eitthvað einfalt og gott í...

Finnst þér þú hafa bætt á þig? – Og skilurðu alls ekki hvers vegna?

Finnst þér þú hafa fitnað… en samt ekki? Því þú veist að þú...

Stórgóð ráð við bjúg og bólgum í fótum

Bjúgur og bólgur í fótum er nokkuð sem margir kannast við. Ástæðan...

Finnst þér þú hafa bætt á þig? – Og skilurðu alls ekki hvers vegna?

Finnst þér þú hafa fitnað… en samt ekki? Því þú veist að þú...

Stórgóð ráð við bjúg og bólgum í fótum

Bjúgur og bólgur í fótum er nokkuð sem margir kannast við. Ástæðan...

Hár okkar breytist með hærri aldri – Og hér eru góð ráð

Umhirða hársins er mikilvægur þáttur í því að líta vel út....

Gerðu þetta frábæra túrmerik te til að draga úr verkjum og bólgum í líkamanum

Túrmerik hefur verið notað um aldir gegn bólgum í líkamanum,...

Svona færðu flott og vel blásið hár

Það getur vafist fyrir konum að blása á sér hárið enda ekki alltaf...

Þessar ávaxtategundir draga úr hrukkum og bæta ástand húðarinnar

Það sem við borðum getur haft mikil áhrif á útlit og ástand...

Er það virkilega allra meina bót að stunda kynlíf?

Getur það verið að með því að stunda kynlíf reglulega megi bæði...

Förðunarmistök sem þú ættir að forðast því þau geta gert þig 10 árum eldri

Þegar við eldumst er augljóst mál að húð okkar breytist og því...

Gerðu árin eftir fertugt enn betri – Átta frábær ráð

Við höfum líklega mörg okkar fundið okkur á þeim stað sem þýski...

Ert þú vinnufíkill, eða kannski maki þinn? – Þetta eru merki þess

Það hefur löngum verið sagt að allir Íslendingar séu vinnualkar enda...

Tíu hlutir sem þú ættir að hætta því þeir láta þig eldast hraðar en nauðsynlegt er

Útlitsdýrkun er staðreynd í okkar nútímasamfélagi. Það eru t.d. til...

Láttu draumana rætast – Þessi einföldu skref gera þig ósigrandi!

Hvaða dreymir þig um að gera og hvað vilt þú sjá verða að veruleika...

Gerðu líf þitt einfaldara og ekki láta allt þetta standa í veginum fyrir hamingju þinni

Það vilja allir vera hamingjusamir. Þannig er það bara. Veltir þú...

Fáðu þér hunang daglega – Því þetta er það sem gerist í líkamanum

Því verður ekki neitað að hunang getur verið afskaplega gott fyrir...

Þessi áramótaheit ættum við öll að setja okkur

Á nýju ári strengja margir áramótaheit eða gera breytingar á lífi...

Þess vegna ættir þú að sleppa takinu á sumu fólki í lífi þínu

Já, það er allt í lagi að sleppa tökunum á sumu fólki í lífi...

Hrærð egg á þrjá vegu – Á enskan, franskan og amerískan máta

Hrærð egg eru algjörlega ómissandi í dögurðinn, eða „brunch“...

Ofureinfaldur pylsupottréttur með beikoni og sweet chili

Það er alltaf jafn gott að geta hent í eitthvað einfalt og gott í...

Heimsins bestu gulrætur með hátíðarmatnum

Meðlæti með hátíðarmatnum skiptir miklu máli og getur algjörlega...

Jólaleg kaffikaka með kanil og súkkulaðibitum

Okkur finnst þessi kaka eiga vel við á aðventunni – enda virkilega...

Dásemdar írskt kakó sem yljar á köldum kvöldum

Það er fátt notalegra en að sitja undir teppi með heitan drykk yfir...

Besta uppskriftin að gamaldags vanilluhringjum

Ég rakst á þessa uppskrift að gamaldags vanilluhringjum fyrir nokkrum...

Gjörsamlega geggjaðar súkkulaðibitakökur – Þessar eru æði

Ef þið ætlið bara að baka eina sort af kökum fyrir jólin þá er svo...

Klassískar amerískar súkkulaðibitakökur – með fullt af súkkulaði

Við erum farin að hlakka til jólaundirbúnings og erum byrjuð að baka...

Þetta eru tuttugu rómantískustu bíómyndir allra tíma

Hvað er meira kósý en að kúra uppi í sófa þegar kalt er úti og...

Tíu frábærar bíómyndir sem fá þig til að gleyma lífsins áhyggjum

Þegar veðrið er ekki upp á sitt besta og maður er í letistuði er...

Þetta eru eftirminnilegustu kossar allra tíma

Kossar í bíómyndum verða gjarnan eftirminnilegir – og oft eru...

Jólalög og ljúfir tónar á Þorláksmessu í Hörpu – Frítt inn og allir velkomnir

  Margir leggja leið sína í miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu...

Mahler og Mussorgsky á Óperudögum í Hannesarholti

  Þau Aron Axel Cortes barítónsöngvari og Hrönn Þráinsdóttir...

Skelltu þér á ókeypis tónleika Óperunnar í Hörpu – Notalegt í hádeginu

Íslenska óperan býður upp á í vetur, eins og undanfarna vetur,...

Svona hefurðu aldrei heyrt lagið Jolene áður… frábær A capella flutningur

Dolly Parton er afskaplega hæfileikarík og þá ekki eingöngu sem...

Gætir þú lifað án tónlistar?

Hvernig væri tilveran án tónlistar? Tónlist er stór hluti af menningu...

Þessi litla ódýra jólaauglýsing hefur gjörsamlega brætt netheima

Það á oftar en ekki við að minna er meira og það sannar þessi litla...

Dáleiddu salinn og dómarana með töfrandi hreyfingum – Alveg magnað

Þessi hópur stúlkna frá Líbanon, 31 talsins, eru keppendur í nýjustu...

Stóð uppi sem sigurvegari 89 ára gamall – Aldrei of seint að láta draumana rætast

Við höfum lengi talað fyrir því að maður er aldrei, nei ALDREI, of...

65 ára gamall leikari fær magnaða yfirhalningu

Hann er 65 ára gamall leikari í New York og hafði ekki farið í...

Tólf ára sem dreymir um að syngja á Broadway fær gullna hnappinn og grætir dómarana

Hann er 12 ára gamall og dreymir um að verða Broadway stjarna – og...

Þetta er sko enginn venjulegur kór – Enda fengu þau gullna hnappinn

Krakkarnir í Detroit Youth Choir mætti ásamt stjórnanda sínum í prufur...

Hann stoppar þessa 12 ára stelpu og lætur hana syngja aftur – Og hún neglir það!

Hún er 12 ára gömul og mætti á dögunum í prufur í stærstu...

Ellefu ára fiðluleikari er lifði af krabbamein fær gullna hnappinn frá Simon Cowell

Hann vildi ekki vera þekktur sem strákurinn með krabbameinið og ákvað...