Hinn 23 ára gamli MacKenzie er bæði klókur og góður söngvari. Hann mætti í áheyrnarprufur í American Idol á dögunum og bræddi dómarana.
Hann á einmitt sama afmælisdag og Harry Connick Jr og mætti á sjálfan afmælisdaginn í prufur.
En hann sló alveg í gegn hjá dómurunum með því að blanda saman lögum frá þeim öllum í einn góðan flutning. Hann gerði þetta afar vel og röddin hans er mjög svo notaleg og skemmtileg.