Borg sem kom á óvart og úr varð fullkomin aðventuferð

Birmingham ferðalögÉg á varla til orð til að lýsa því hversu hrifin ég varð af Birmingham í Englandi þegar ég kom þangað í byrjun desember 2014.

Satt að segja bjóst ég ekki við neinu enda var tilgangur ferðarinnar ekki sá að heimsækja borgina.

Tilgangur ferðarinnar var nefnilega fyrst og fremst sá að sjá söngvarann Michael Bublé á tónleikum – sem var langþráður draumur. En það að fá að heimsækja nýja borg í leiðinni var svo sannarlega bónus. Enda alltaf gaman að koma á nýja staði.

Allt innan seilingar

Og Birmingham kom vægast sagt á óvart. Þetta er ein af þessum borgum sem hefur allt að bjóða þeim sem vilja fara í stuttar borgarferðir og njóta alls þess besta. Góð hótel, frábærir veitingastaðir, menning og glæsileg verslunaraðstaða.

Í borginni er allar helstu tískuverslanir að finna, en Birmingham er önnur stærsta borg Englands. Þrátt fyrir það upplifir maður ekki að hér sé um svo mikla stórborg að ræða og að mínu mati er það einmitt stærsti kostur borgarinnar hvað miðbærinn er aðgengilegur. Ef gist er á hóteli inni í borginni getur maður labbað í allt og það er bókstaflega allt innan seilingar. Sem er auðvitað frábært því þannig nýtist tíminn líka svo vel.

Yndislegt á aðventunni

Eins og áður sagði var ég þarna í byrjun desember, sem sagt á aðventunni. Það reyndist vera einstaklega góður tími til að heimsækja Birmingham og varð tónleikaferðin líka að skemmtilegri og óvæntri aðventuferð. Alltaf svo gaman þegar ferðalög taka svona óvænta stefnu.

En borgin var mjög jólaleg, fallega skreytt og setti risastór jólamarkaður punktinn yfir i-ið. Já markaðurinn var í miðbænum – en eins og ég sagði þá er allt í göngufæri. Og það er fátt skemmtilegra á aðventunni en að rölta um fallega skreyttan miðbæ, kíkja á jólamarkað og enda síðan á góðum veitingastað. Markaðurinn í Birmingham dregur að sér milljónir manna á hverju ári, og skyldi engan undra.

 

12026511_719520954845244_84844271_nBásar á jólamarkaðnum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

11911684_715568501907156_1259040382_n

Ein af verslunargötunum og jólalegur útibar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á aðventunni er líka komið fyrir stóru parísarhjóli í miðbænum sem setur skemmtilegan svip á umhverfið og auðvitað frábært að fara upp í til að fá betra útsýni yfir borgina og jólaljósin. Og hjá parísarhjólinu er svo skautasvell og auðvitað er það umhverfi einnig skreytt með jólaljósum. Undir kvöld þegar tekur að rökkva myndast skemmtileg stemning í bænum og kringum markaðinn. Margir sölubásar á markaðnum selja mat og heita drykki og svo eru auðvitað pöbbar þarna allt um kring. Í ár opnar markaðurinn og svellið þann 12. Nóvember.

 

BirminghamFrábært að versla… og borða

Í miðbænum er bæði risastór verslunarmiðstöð og verslunargötur. Það er því vel hægt að rölta á milli búða og skella sér svo í „mollið“. Fyrir búðaglaða konu er það ekki slæmt. Og þessi stóra og glæsilega verslunarmiðstöð fær góða einkunn hjá búðaglöðu konunni. Hún heitir The Bullring og er að utan eins og hálfgert geimskip, reyndar mjög nýtískulegt og flott. Þessi stóra og glæsilega verslunarmiðstöð fer því ekki svo auðveldlega fram hjá manni.

Það er líka gott að borða í Birmingham og er fjöldinn allur af alþjóðlegum veitingastöðum. Við duttum t.d. inn á yndislegan ítalskan stað, Carluccio´s, sem er með ítalska sælkeravöru til sölu fremst á staðnum svona eins og lítil sælkerabúð en svo eru kerti og kósýheit fyrir innan.

Þá eru barir, pöbbar og kaffihús á hverju horni. Nú og svo má ekki gleyma tónleikum en stórir og frægir tónlistarmenn leggja gjarnan leið sína til Birmingham á tónleikaferðalögum sínum. Og ekki sveik Bublé – sem var vissulega hápunktur ferðarinnar.

Manchester og London

Þar sem ekkert beint flug var í boði til Birmingham tókum við þann kostinn að fljúga til Manchester og síðan lest. Þetta var lítið mál og nýttum við tækifærið og flugum heim frá London og náðum okkur í sólarhring þar í leiðinni. Og ég get sagt ykkur það að ég iða í skinninu að komast aftur á aðventunni til Birmingham – því þessi ferð var tær snilld.

kokteillinn@gmail.com

Deildu þessari grein á
  • Nýtt
  • Heilsa og útlit
  • Lífið og lífsstíll
  • Matur og drykkur
  • Menning
  • Myndbönd

Þessir 9 hlutir eru það besta í lífinu – Og þeir kosta ekki krónu

Öll vitum við að tilvera okkar hér á jörðinni er takmörkuð, en allt...

Japönsk vatnsmeðferð sem talin er allra meina bót

Þessi vatnsmeðferð er alveg sáraeinföld, en hún er kennd við Japan...

Frábært trix til að steikja beikon á pönnu – Án alls sóðaskapsins

  Ef þér finnst beikon gott og færð aldrei nóg af því… en...

Bíddu, er hún 65 ára? Og hvert er leyndarmálið?

Leikkonan Dana Delany lítur alveg ótrúlega vel út miðað við aldur....

Vissir þú að ananas hefur lækningamátt?

Ananas er stútfullur af góðum næringarefnum og þá meinum við...

Eyðir þú oft peningum í óþarfa? – Hér eru ráð við því

Það er ótrúlegt hvað við getum stundum verið dugleg að eyða...

Bakaðar og gómsætar pepperoni pizza kartöflur

Fáir slá hendinni á móti brakandi pepperoni pizzu, eða bakaðri...

Snilldar ráð til að gera háu hælana þægilegri

Hvaða kona elskar ekki skó og háa hæla? Þrátt fyrir að það geti...

Japönsk vatnsmeðferð sem talin er allra meina bót

Þessi vatnsmeðferð er alveg sáraeinföld, en hún er kennd við Japan...

Vissir þú að ananas hefur lækningamátt?

Ananas er stútfullur af góðum næringarefnum og þá meinum við...

Þessi greiðsla tekur fimm mínútur – Ótrúlega flott

  Já takk, við erum sko meira en til í þessa flottu greiðslu sem...

Konur hrjóta líka – Þótt þær haldi öðru fram

Konur um og yfir fimmtugt kvarta frekar en karlar á sama aldri yfir...

Afar mikilvægt fyrir allar konur – og þá sérstaklega konur yfir fertugt

Mælt er með því að hver kona skoði sjálf og þreifi brjóst sín í...

Hættulegra að sofa of mikið en of lítið

Það greinilega borgar sig ekki miðað við nýlega rannsókn að snúa...

Höfuðverkur og konur yfir fertugt – Hver er ástæðan fyrir höfuðverknum?

Afar algengt er að konur yfir fertugt þjáist af höfuðverk sem rekja má...

Þetta er oftast fyrsta einkenni þess að þú sért komin á breytingaskeið

Heldurðu að þú sért kannski komin á breytingaskeiðið, en ert ekki...

Þessir 9 hlutir eru það besta í lífinu – Og þeir kosta ekki krónu

Öll vitum við að tilvera okkar hér á jörðinni er takmörkuð, en allt...

Bíddu, er hún 65 ára? Og hvert er leyndarmálið?

Leikkonan Dana Delany lítur alveg ótrúlega vel út miðað við aldur....

Eyðir þú oft peningum í óþarfa? – Hér eru ráð við því

Það er ótrúlegt hvað við getum stundum verið dugleg að eyða...

Snilldar ráð til að gera háu hælana þægilegri

Hvaða kona elskar ekki skó og háa hæla? Þrátt fyrir að það geti...

Karlmenn eru svo miklu mýkri en margar konur halda

Alveg eins og karlmenn eiga oft erfitt með að skilja okkur konur þá...

Lætur þú þarfir annarra alltaf ganga fyrir?

Ert þú týpan sem lætur alltaf aðra ganga fyrir en situr svo sjálf á...

Eru fimmtugar konur í dag eins og fertugar hér áður?

Íslenskar konur eiga góða möguleika á því að ná háum aldri og við...

Átta einföld ráð sem allir hlauparar ættu að kunna

Það eru margir sem eru duglegir að binda á sig hlaupaskóna og skokka...

Frábært trix til að steikja beikon á pönnu – Án alls sóðaskapsins

  Ef þér finnst beikon gott og færð aldrei nóg af því… en...

Bakaðar og gómsætar pepperoni pizza kartöflur

Fáir slá hendinni á móti brakandi pepperoni pizzu, eða bakaðri...

Gómsætur bakaður Brie í áramótaveisluna

Bakaðir ostar eru í miklu uppáhaldi hjá mér og geri ég þannig...

Dásamlegt jóla Tiramisu úr smiðju Jamie Oliver

Það er algjörlega ómissandi að fá góðan eftirrétt um jólin. Hvort...

Æðislegir snickersbitar á aðventu

Nú á aðventu er smákökubakstur á fullu á mörgum heimilum. Margir...

Gómsætar jólalegar súkkulaðikökur með Bismark súkkulaði

Þær gerast nú varla mikið jólalegri smákökurnar… hvað þá...

Dýrindis spagettí með hollu og mjúku avókadó pestó

Avókadó er ein af þessum fæðutegundum sem passa með næstum öllum...

Góð hnífatækni er mikilvæg í eldhúsinu – Tileinkaðu þér þessa grunntækni

Það er algjörlega nauðsynlegt að hafa hnífatæknina á hreinu í...

Þetta eru tuttugu rómantískustu bíómyndir allra tíma

Hvað er meira kósý en að kúra uppi í sófa þegar kalt er úti og...

Tíu frábærar bíómyndir sem fá þig til að gleyma lífsins áhyggjum

Þegar veðrið er ekki upp á sitt besta, maður er jafnvel lokaður inni...

Þetta eru eftirminnilegustu kossar allra tíma

Kossar í bíómyndum verða gjarnan eftirminnilegir – og oft eru...

Jólalög og ljúfir tónar á Þorláksmessu í Hörpu – Frítt inn og allir velkomnir

  Margir leggja leið sína í miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu...

Mahler og Mussorgsky á Óperudögum í Hannesarholti

  Þau Aron Axel Cortes barítónsöngvari og Hrönn Þráinsdóttir...

Skelltu þér á ókeypis tónleika Óperunnar í Hörpu – Notalegt í hádeginu

Íslenska óperan býður upp á í vetur, eins og undanfarna vetur,...

Svona hefurðu aldrei heyrt lagið Jolene áður… frábær A capella flutningur

Dolly Parton er afskaplega hæfileikarík og þá ekki eingöngu sem...

Gætir þú lifað án tónlistar?

Hvernig væri tilveran án tónlistar? Tónlist er stór hluti af menningu...

Langt leidd af Alzheimer en kemur alltaf tilbaka þegar hún syngur

Það er afar sárt fyrir aðstandendur Alzheimers-sjúklinga að horfa upp...

Er eitthvað krúttlegra en þetta? – Gleðipilla dagsins!

Lítil börn og hundar eru auðvitað bara dásemd. Og þetta litla krútt...

Faðir brúðarinnar neitaði að halda ræðu og gerði þetta í staðinn

Faðir brúðarinnar ákvað að halda ekki hefðbundna ræðu í...

Tónlist gerir kraftaverk fyrir Alzheimer-sjúklinga – Sjáðu myndbandið

Þetta fallega spænska myndband sýnir hversu stórkostleg áhrif tónlist...

85 ára afi stelur senunni í brúðkaupi í hlutverki blómastúlku

Þetta myndband bræðir mann alveg. En þessi 85 ára afi stal senunni í...

Þessi litla ódýra jólaauglýsing hefur gjörsamlega brætt netheima

Það á oftar en ekki við að minna er meira og það sannar þessi litla...

Dáleiddu salinn og dómarana með töfrandi hreyfingum – Alveg magnað

Þessi hópur stúlkna frá Líbanon, 31 talsins, eru keppendur í nýjustu...

Stóð uppi sem sigurvegari 89 ára gamall – Aldrei of seint að láta draumana rætast

Við höfum lengi talað fyrir því að maður er aldrei, nei ALDREI, of...