Þótt Claire sé ekki nema þriggja ára var hún meira en til í að syngja fyrir pabba sinn uppáhalds lagið sitt úr teiknimyndinni um litlu hafmeyjuna.
Pabbi Claire lifir og hrærist í tónlist og er með sitt eigið stúdíó heima svo það voru hæg heimatökin að taka þetta allt upp.
Hún bræðir mann algjörlega með einlægni sinni og krúttheitum … þetta er svo sætt 🙂