Ókeypis tónleikar Íslensku óperunnar í Hörpu 2. júní

Þriðjudaginn, 2. júní, er komið að síðustu hádegistónleikum Íslensku óperunnar þetta starfsárið. Það er mezzósópransöngkonan Ingveldur Ýr Jónsdóttir sem lokar árinu með leikhústónlist og kabarettlögum úr smiðju söngleikjameistarans Kurt Weill. Með henni er Antonía Hevesi á píanó. Tónleikarnir fara fram í Norðurljósum í Hörpu og er aðgangur ókeypis. Ingveldur Ýr syngur jafnt óperutónlist sem söngleikja-, kabarett- og dægurlagatónlist....

Skoða

Ítölsku sjarmörarnir úr Eurovision fyrir 4 árum síðan

Þeir Piero, Gianluca og Ignazio úr Il Volo eru búnir að vera að í nokkur ár þrátt fyrir ungan aldur. Þeir urðu þekktir eftir hæfileikakeppni á Ítalíu þar sem þeir tóku reyndar þátt sem einstaklingar en voru settir saman í tríó. Og þvílík snilldarhugmynd fyrir okkur sem fáum á að hlýða. Í dag eru þessir hæfileikaríku ungu menn frægir víða um heim og koma m.a. reglulega fram í bandarísku sjónvarpi. Hér í þessu myndbandi eru þeir aðeins...

Skoða

Gamaldags bíó með Chaplin og Sinfó í Hörpu

Hvernig væri að upplifa gamaldags stemningu og fara í bíó með lifandi tónlist? Föstudaginn 8. maí og laugardaginn 9. maí gefst tækifæri til þess að sjá eitt helsta afrek meistara Chaplin, Modern Times, með undirleik lifandi tónlistar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sem sagt tónleikar og bíó í einum pakka. Myndinni verður varpað upp á tjald í Eldborgarsal Hörpu og hljómsveitin spilar með. Yndisleg nostalgía í þessu. Eitt mesta afrek...

Skoða

Ókeypis tónleikar með Dísellu Lárusdóttur í Hörpu

Íslenska óperan hefur í vetur boðið reglulega upp á ókeypis hádegistónleika þar sem söngvarar flytja perlur óperu- og söngbókmenntanna í Norðurljósasal Hörpu. Snýr aftur til New York í haust Þriðjudaginn 28. apríl kl. 12:15 er komið að Dísellu Lárusdóttur og er yfirskrift tónleikanna Ást í öllum litum. Dísella mun flytja valdar aríur og sönglög sem henni eru kær, eins og til dæmis aríu Pamínu úr Töfraflautunni og aríu Víólettu úr La...

Skoða

Líf eða dauði

Læknirinn Ellen Elg er söguhetja skáldögunnar Líf eða dauði sem nýlega kom út hjá Bókaútgáfunni Sölku. Komnar eru út fimm bækur um Ellen á sænsku og er þetta sú fyrsta í bókaflokknum. Hér segir frá kvennakúgun og baráttu upp á líf og dauða við skilyrði sem fáir Vesturlandabúar geta ímyndað sér. Í þessari spennandi skáldsögu er dauðinn nálægur við hvert fótmál og blóðið rennur. Á sóðalegum stöðum í Afríku blæðir ótal ungum stúlkum út...

Skoða

Nostalgía með Brunaliðinu í Hörpu

Flestir þeir sem komnir eru vel yfir fertugt muna eftir hljómsveitinn Brunaliðinu. Bandið var sett saman árið 1978 af Skífunni og var tilgangurinn að búa til súperband. Í bandið voru m.a. fengnir þeir Pálmi Gunnarsson, Magnús Eiríksson, Diddú, Ragga Gísla og Laddi. Fyrsta plata Brunaliðsins, Úr öskunni í eldinn, innihélt hvern smellinn á fætur öðrum enda seldist platan eins og heitar lummur. Í desember 1978 kom síðan út jólaplata með...

Skoða

Að borða hreint

Í dag er mikið talað um að borða hreint og þar sem við á Kokteil aðhyllumst ekki megrunarkúra, en erum afar hlynnt hollum og góðum mat, vildum við kynna okkur hvað felst í því að borða hreint. Eitt og annað hefur verið ritað um hreint mataræði og kíktum við m.a. í bókina Hreint mataræði eftir Dr. Alejandro Junger sem nýlega kom út hjá Sölku. Í bókinni mætast vestrænar og austrænar lækningar. Bókin hefur setið mánuðum saman á...

Skoða

Himinn og jörð – Gunni Þórðar í Hörpu

Segja má að Gunnar Þórðarson sé nokkurs konar þjóðargersemi. Hann er ótrúlegur listamaður og óhætt að segja að hann hafi toppað sjálfan sig með óperunni Ragnheiði í fyrra.   Gunnar sem varð sjötugur í byrjun janúar efnir til tvennra afmælistónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 29. mars. Hann hóf feril sinn með Hljómum, var einn af þeim sem stofnuðu Trúbrot og hefur samið og útsett fjöldann allan af þekktustu lögum þjóðarinnar. Á...

Skoða

Lifir Elvis?

Hörðustu aðdáendur Elvis Presley heitins hafa lengið haldið því fram að kóngurinn lifi. Hvort sem þeir hafa rangt fyrir sér eður ei þá lifa lögin hans góðu lífi um allan heim.   Í ár hefði kóngurinn orðið 80 ára gamall og af því tilefni verður efnt til glæsilegra tónleika í Hörpu laugardaginn 30. maí. Söngvarar eru ekki af verri endanum, þeir Björgvin Halldórsson, Páll Rósinkranz, og síðast en ekki síst okkar eiginn Elvis, hann...

Skoða

Fimmtíu ára með Alzheimer

Kokteill mælir með myndinnni Still Alice sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum. Þar segir frá Dr. Alice Howland sem greinist með Alzheimer aðeins 50 ára gömul. Alice, sem er þekktur málvísindakennari við Columbia Háskólann, finnur að ekki er allt með felldu þegar hún hættir að finna réttu orðin og fer að gleyma. Hrædd og óttaslegin um framtíð sína byrjar hún m.a. á því að þjálfa sjálfa sig með því að skrifa upp orð og með því að setja...

Skoða

Stórviðburður í íslensku tónlistarlífi

Þann 22. maí verður óperan Peter Grimes eftir Benjamin Britten frumflutt á Íslandi í Eldborgarsal Hörpu. Peter Grimes er meðal helstu óperubókmenntanna og er því reglulega á fjölum helstu óperuhúsa heims. Uppfærslan hér á landi er umfangsmikil tónleikauppfærsla og er samstarfsverkefni Íslensku Óperunnar, Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Listahátíðar í Reykjavík og Hörpu. Til að taka þátt í uppfærslunni koma hingað til lands tveir...

Skoða

Fortíðarþrá með Smokie í Eldborg

Undanfarin ár höfum við fengið hingað til lands bæði hljómsveitir og söngvara sem voru á toppnum þegar við vorum öll töluvert yngri. Í raun má segja að með komu þessara listamanna vakni annað slagið upp ákveðin fortíðarþrá þegar þessi gömlu lög eru rifjuð upp.   Núna í mars ætlar breska hljómsveitin Smokie að rifja upp gamla takta fyrir okkur í Eldborgarsal Hörpu með tvennum tónleikum föstudagskvöldið 13. mars. Smokie var ein af...

Skoða

Einstakir tónleikar í íslenskri rokksögu

Bubbi Morthens og hljómsveitin Dimma hafa tekið höndum saman og sett saman metnaðarfulla dagskrá sem þeir ætla að flytja í Hörpu annars vegar föstudaginn 6. mars og hins vegar á aukatónleikum þann 7. mars. Lofa þeir að hvergi verði slegið af og mega áhorfendur því vænta einstakra tónleika í íslenskri rokksögu. Á dagskránni eru lög af plötu Utangarðsmanna, Geislavirkir, og af plötu Das Kapital, Lily Marlene. Það má því búast við að lög...

Skoða