Náttúrulegir og heimatilbúnir hármaskar sem svínvirka

Stundum þarf hárið á okkur sérstaka ást og umhyggju. Hvort sem það er yfir veturinn þegar kalt er í veðri eða á sumrin í sól og sundi. Það er hægt að velja á milli fjölda aðferða þegar við viljum dekra við okkur og hárið, svo ekki sé nú talað um allt úrvalið af hárvörum sem hægt er að nota til verksins. En hvernig hljómar að gefa hárinu vítamínbombu frá náttúrunnar hendi? Það er skemmtilegt og áhugavert að prófa eitthvað nýtt og...

Skoða

Að eiga gott samband við börnin sín dregur úr líkum á Alzheimer

Fjölskylda okkar og mannleg samskipti geta skipt sköpum í því hvernig við eldumst og hvernig heilsufar okkar er og verður á eldri árum. Það er afar ánægjulegt til þess að vita að draga megi úr líkum á sjúkdómum eins og Alzheimer með því að eyða tíma með fólkinu sínu. Minni líkur á elliglöpum Að rækta og eiga gott samband við börnin sín veitir okkur svo sannarlega hamingju og gleði í dag. En það sem er kannski enn betra er að það að...

Skoða

Heili kvenna mun virkari en heili karla – En því fylgja líka vandamál

Því hefur lengi verið haldið fram, og grínast með, að konur geti gert tvo hluti í einu en karlar bara alls ekki. Kannski er eitthvað til í því, en rannsóknir sýna einmitt fram á að heili kvenna sé töluvert virkari á fleiri svæðum en heili karla. En þessar niðurstöður eru m.a. taldar geta útskýrt hvers vegna konur eru viðkvæmari fyrir kvíða, þunglyndi, svefnleysi og átröskunarsjúkdómum. Varpa ljósi á heilabilun Rannsóknin, sem...

Skoða

Tíu atriði sem ég hef lært með tímanum – Virkilega góð lífslexía

Það er eitt og annað sem við lærum með hærri aldri og auknum þroska. Sumt er afar augljóst á meðan annað getur verið erfiðara að læra eða sætta sig við. Hér eru 10 atriði sem við lærum með tímanum – og ef þú hefur ekki nú þegar gert það þá er kominn tími til. Tíu góðar lífslexíur 1. Röng markmið Við eyðum stærstum hluta lífsins í að eltast við röng markmið og tilbiðja ranga hugmyndafræði. Þann dag sem við áttum okkur á því má segja að...

Skoða

Fimm hlutir sem þú vissir líklega ekki um gráu hárin

Það á fyrir okkur öllum að liggja að verða gráhærð – en hvenær eða hvernig getur verið afar mismunandi. Sumir verða til dæmis gráhærðir mjög snemma á meðan aðrir eru á þessu eðlilega róli og svo eru einhverjir sem verða gráhærðir seint. Þá verða sumir alveg gráir á meðan aðrir verða alveg hvíthærðir. Hér eru fimm atriði sem þú kannski vissir ekki um gráa hárið 1. Þú verður ekki grá/r allt í einu Sumir segjast hafa orðið gráhærðir á...

Skoða

Steiktur fiskur í ofni – og engin bræla

Mörgum þykir leiðinlegt og vesen að steikja fisk og forðast að gera það út af brælu og sóðaskap. En hér er stórsniðug aðferð og þú munt ekki vilja steikja fisk á annan hátt eftir að hafa prófað. Þetta er frábær aðferð, engin bræla sem fylgir eldamenskunni og fiskurinn verður fullkominn í hvert einasta skipti! Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér með okkur þessari uppskrift. Það sem þarf íslenskt smjör (ekki spara...

Skoða

Er stundum erfitt að sofna á kvöldin? Prófaðu þá þetta fyrir svefninn

Að fá nægan svefn er mikilvægt upp á almennt heilsufar, bæði líkamlegt sem andlegt. Rannsóknir benda til að okkur sé nauðsynlegt að fá á milli sjö og níu tíma svefn á nóttu. Viðvarandi vandamál En góður svefn er ekkert sjálfsagður og flestir lenda einhvern tímann í því að geta ekki sofnað á kvöldin. Þá taka við endalausar byltur og snúningar sem minnka enn frekar líkurnar á því að sofna. Og hjá sumum er svefnleysi viðvarandi vandamál....

Skoða

Tíu frábærar bíómyndir sem fá þig til að gleyma lífsins áhyggjum

Þegar veðrið er ekki upp á sitt besta, maður er jafnvel lokaður inni og í letistuði er fátt betra en að kúra í sófanum og horfa á notalegar og skemmtilegar myndir. Á þannig stundum vill maður helst horfa á myndir sem láta manni líða vel og fá mann til að gleyma lífsins áhyggjum. Þess vegna tókum við saman lista yfir tíu bíómyndir sem gott er að gleyma sér yfir. 1. Mamma Mia!               Sól, sjór,...

Skoða

Dásemdar súkkulaði bananabrauð sem óhætt er að mæla með

Hvað er betra en gott bananabrauð? Jú súkkulaði bananabrauð! Bananar og súkkulaði smellpassa náttúrulega saman. Flestir kannast við það að vera með banana í eldhúsinu sem liggja undir skemmdum  – og þá er auðvitað tilvalið að henda í eitt stykki gott bananabrauð. Og það er svo sannarlega óhætt að mæla með þessari uppskrift hér. Það sem þarf 1 bolla hveiti ½ bolla kakó 1 tsk matarsódi ½ tsk lyftiduft ½ tsk salt ¾ bolli púðursykur...

Skoða

Þessar ellefu fæðutegundir auka kynhvötina

Ef kynhvötin er ekki upp á sitt besta hjá þér/ykkur þessa dagana er engin ástæða að bíða eftir því að það líði hjá því það má einfaldlega borða hana til baka. Hér eru ellefu fæðutegundir sem auka kynhvötina  1. Sellerí Sellerí er kannski ekki það fyrsta sem manni dettur í hug þegar hugsað er um kynlíf en engu að síður getur það verið frábær uppspretta að kynferðislegri örvun. 2. Ostrur Ostrur er klassískur kynþokkafullur matur. Þær...

Skoða

Þessi dúndur orkuskot bæta meltinguna og efnaskiptin – Mikilvægt fyrir heilsuna

Góð melting er afar mikilvæg fyrir heilsu og almenna vellíðan. Til þess að hafa næga orku yfir daginn þarf líkaminn að geta unnið almennilega úr þeim næringarefnum sem honum eru gefin. Ef meltingin og efnaskipti líkamans eru slæm getur það bæði leitt til vanlíðunar og þess að þú verðir hálf orkulaus. Dúndur orkuskot Þessi litli drykkur hér hjálpar meltingunni og kemur henni í gang. Byrjaðu daginn á þessu skoti og meltingin ætti að...

Skoða

Þú ættir að eyða meiri tíma einn með sjálfum þér – Og þetta er ástæðan

Hvað er langt síðan þú tókst þér tíma frá öllu og öllum til að eyða með sjálfri/sjálfum þér? Hvað er langt síðan að þú sýndir sjálfri/sjálfum þér sömu ást og umhyggju og þú veitir öllum öðrum? Ekki týna sjálfri/sjálfum þér Margir gefa mikið af sér til annarra og gleyma alveg sjálfum sér, en slíkt skapar ójafnvægi. Með því vanrækja þeir heilsu sína, gleyma draumum sínum, þörfum og þrám. Þeir gleyma í raun hverjir þeir eru, en án þess...

Skoða

Dásamlega mjúk banana- og súkkulaðikaka með léttu súkkulaðikremi

Þessi dúnmjúka súkkulaði- og bananakaka með léttu súkkulaðikremi er gjörsamlega ómótstæðileg! Þetta er kaka sem klárast á núll einni svo það þarf ekkert að hugsa um að geyma hana. Hvernig væri að skella í þessa um helgina! Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér með okkur þessari uppskrift.   Banana- og súkkulaðikaka (Uppskrift frá Hemmets Journal) Það sem þarf 150 g smjör 1 ½ dl rjómi 1 þroskaður banani 3 egg 3...

Skoða

Frábær trix og ráð til að láta hárið virðast þykkara

Það getur verið erfitt að eiga við þunnt hár og að ná fyllingu í það. En ekkert er ómögulegt og oftast má finna lausn við öllu. Hér eru góð en einföld ráð sem geta breytt útliti hársins og hvernig er að eiga við það. Sex trix sem láta hárið líta út fyrir að vera þykkara 1. Klipptu styttur í hárið Láttu klippa hárið í styttur – en það þarf að vanda vel til verka og gera hárgreiðslukonunni/manninum það ljóst að klippa eigi hárið svo það...

Skoða

Þrjóskum börnum vegnar betur í lífinu – Svo segja vísindin

Það er ekkert alltaf tekið út með sældinni að eiga krefjandi börn og þá geta þrjóskir og þverir einstaklingar tekið sérstaklega á. Enda eru sumir foreldrar stundum alveg við það að gefast upp á því að eiga við þrjósk afkvæmin. En þeir sem eiga þrjósk börn og unglinga geta þó andað léttar því þrjóskan getur víst sagt til um velgengni barnsins í lífinu. Efnast vel í lífinu Rannsókn sem framkvæmd var á 700 einstaklingum leiddi í ljós að...

Skoða