Nákvæmlega þess vegna ættirðu að borða bláber

Þessi litlu dökkbláu og ljúffengu ber eru afar góð fyrir okkur og einmitt þess vegna er þau að finna á hverjum einasta lista sem gerður hefur verið yfir ofurfæðu. Það hlýtur að segja eitthvað! En til að skerpa enn frekar á því hvers vegna við ættum að borða bláber eru hér fimm ástæður 1. Bláber eru yfirleitt fáanleg Ef þú getur ekki tínt þau úti í móa þá geturðu gengið að þeim vísum í næstu verslun. Eða svona oftast alla vega. Það er...

Skoða

Hraustasta fólk í heimi fer aldrei í ræktina en lifir samt lengst

Rannsóknir sýna fram á að viljir þú vera eins hraustur og heilbrigður og mögulegt er er ekki nauðsynlegt fyrir þig að mæta samviskusamlega í ræktina til að hlaupa á brettinu og lyfta lóðum. Ekki ljúga vísindin Þetta er víst engin vitleysa enda ljúga vísindin sjaldnast. En sannað þykir að þeir sem lengst lifa fara aldrei í ræktina, lyfta ekki lóðum og hlaupa ekki maraþon. Þetta er það fólk sem býr á svo kölluðum Bláum svæðum í heiminum...

Skoða

Að borða rétt fyrir húðina – Með þessum fæðutegundum verður hún fallegri

Viljir þú bæta ástand húðarinnar eða gera góða húð enn betri ættirðu að huga að því hvað þú borðar. Sex fæðutegundir Þessar sex ávaxta- og grænmetistegundir hér að neðan eru allar frábærar fyrir húðina. Það sem þær gera m.a. fyrir hana er að veita henni raka, draga úr bólgum, hjálpa til við sólarskemmdir og ýmislegt fleira. Til að gera húðinni gott er ekki vitlaust að hafa þessar ávaxta- og grænmetistegundir sem hluta af fæðu þinni....

Skoða

Majónesmaski í þurrt og skemmt hár er meðferð sem svínvirkar

Nei, við erum ekki að grínast! Majónesmaski í hárið er víst mjög góð meðferð fyrir þurrt hár. En uppistaðan í majónesi er olía og auk þess inniheldur það fullt af próteini sem gerir hárið bæði mjúkt og glansandi. Ef hár þitt er mjög þurrt og vantar glans gæti verið alveg þess virði að prófa þetta. Þannig geturðu gert þetta Ef þú getur ekki hugsað þér að setja eingöngu majónes í hárið skaltu prófa þetta: 1. Taktu einn bolla af majónesi...

Skoða

Varð 114 ára og þakkaði þessum 5 fæðutegundum langlífið

Þegar Bernando LaPallo frá Arizona í Bandaríkjunum varð 110 ára gamall var hann spurður hverju hann þakkaði langlífið. Í þessu myndbandi má sjá svar hans. Bernardo sagðist aldrei á ævinni hafa veikst og að faðir sinn hefði kennt sér að borða rétt og hugsa um sig. Meðal annars vildi Bernardo þakka háan aldur sinn því að hann hefði ætíð borðað lífrænt grænmeti og ávexti. En sérstaklega vildi hann þó þakka þessum fimm fæðutegundum hér að...

Skoða

Ekki láta breytingaskeiðið gera út af við geðheilsu þína – Þetta hjálpar

Skap kvenna getur verið misviðkvæmt fyrir öllu því hormónahoppi sem fylgir breytingaskeiði, og upplifa sumar konur þunglyndi í fyrsta skipti á ævinni þegar þær fara í gegnum þetta tímabil. Margt er hægt að gera til þess að sporna við skapsveiflum breytingaskeiðsins. Þetta er síður en svo vonlaus barátta. Þú getur t.d. byrjað á því að skoða lífshætti þína eins og mataræði, áfengisneyslu, hreyfingu og fleira. Hvað og hvernig þú borðar...

Skoða

Svona er einfalt að gera mjúkar krullur í hárið með einu hárbandi

Það er gott að kunna fleiri aðferðir en að nota heitt krullujárn til að setja krullur í hárið – en endalaus notkun heitra tækja í hárið fer ekki vel með það. Hér er einföld aðferð, og við elskum einmitt allt sem er einfalt. Það sem þú þarft er hárband (eitt eða tvö), vatn, hárlakk og mótunarefni fyrir hárið (vax, krem eða eitthvað slíkt).  Þú getur gert þetta á kvöldin áður en þú ferð í rúmið og sofið með þetta í hárinu, eða þá...

Skoða

Sefur þú nóg? – Of lítill svefn virkilega varhugaverður

Hvernig eru þínar svefnvenjur? Ertu kannski ein/n af þeim sem finnst það algjör tímaeyðsla að sofa? Það er svo sem margt annað skemmtilegra en að sofa. En á hinn bóginn er líka alveg rosalega gott að sofa, þ.e. þegar maður gefur sér tíma í það. Ég er ein af þeim sem á oft erfitt með að koma mér í rúmið á skikkanlegum tíma af því að ég má ekkert vera að þessu. Það er bara stundum svo margt annað miklu mikilvægara en svefninn. Eða það...

Skoða

Þannig eru matarvenjur þeirra sem lengst lifa

Sérfræðingar sem rannsakað hafa langlífi víða um heim hafa komist að þeirri niðurstöðu að þeir sem lifa lengst deila sömu áherslum í lifnaðarháttum sínum og hafa sömu siði og venjur í kringum mat. Telja ekki hitaeiningarnar Þegar lífshættir þessa fólks eru skoðaðir kemur meðal annars í ljós að þetta er fólk sem telur ekki hitaeiningarnar sem það lætur ofan í sig, það tekur ekki inn vítamín og fæðubótarefni og reiknar ekki út próteinin...

Skoða

Ert þú búin/n að þvo hárið á þér vitlaust í mörg ár?

Þegar við þvoum á okkur hárið eru flestir vanir því að setja sjampóið fyrst  og  síðan hárnæringuna á eftir. Því þannig hefur þetta alltaf verið gert. En er þetta endilega rétta leiðin? Greinilega ekki! Því margir sérfræðingar í hári segja okkur í dag að gera alveg þveröfugt. Já, sem sagt að setja hárnæringuna fyrst í hárið, skola og þvo það síðan. En þetta á víst að gera hárið fallegra, mýkra og meðfærilegra. Með þessari aðferð segja...

Skoða

Ástæða þess að þú ert alltaf þreytt/ur gæti verið skortur á magnesíum – Þekktu einkennin!

Ert þú ein/n af þeim sem verður oft dauðþreytt/ur seinni partinn – eða eftir svona tvö á daginn? Þú ert ekki ein/n um það því þetta er víst afar algengt vandamál og eru þeir ófáir sem eru algjörlega orkulausir og búnir á því það sem eftir er dags. En hvað veldur? Oft má skrifa þetta orkuleysi á næringuna, eða réttara sagt á næringarleysi. Það er eitthvað sem vantar inn í fæðuna og er mjög algengt að líkamann vanti magnesíum....

Skoða

Þetta er það sem gerist þegar þú borðar avókadó á hverjum degi

Avókadó hefur verið flokkað sem ofurfæða – ef eitthvað sem kalla má ofurfæða er til. Burtséð frá því er óhætt að segja að avókadó sé óskaplega hollt og gott fyrir okkur og margar góðar ástæður fyrir því að bæta því inn í fæðuna. En auk þess hversu hollt avókadó er fyrir líkamann þá býður það upp á ótal notkunarmöguleika og mjög auðvelt er að bæta því við daglega neyslu. Hér eru nokkrar góðar ástæður fyrir því að borða avókadó á...

Skoða

Náttúrulegar, ævafornar og ódýrar aðferðir fyrir hvítari tennur

Hefurðu prófað náttúrulegar aðferðir fyrir hvítari tennur? Hér eru tvær aðferðir sem sagðar eru virka vel. Önnur er ævaforn aðferð indíána sem notuð hefur verið við góm- og tannheilsu í þúsundir ára. Þetta felur í sér nokkurs konar olíuskolun sem dregur í sig eiturefni. Olíuskolun með kókosolíu Þú getur notað sesam- eða sólblómaolíu, en kókosolía er sögð virka best. Taktu 1 til 2 msk. af kókosolíu og veltu henni vel um í munninum á...

Skoða

Ekki láta heilsufæðið gera út af við þig – Já það er hægt

Mikil heilsuefling hefur átt sér stað undanfarin ár – sem er auðvitað hið besta mál. Margir hafa snúið við blaðinu og gert lífstílsbreytingar og hugsa betur um sig. En eins og með margt annað er hægt að ganga of langt í heilsufæðinu. Talið er að fólk sem það gerir og verður alveg heltekið af fæðu sinni eigi við vandamál að stríða, líkt og þeir sem stríða við átröskunarsjúkdóma. En hvernig vitum við hvort þetta er orðið vandamál...

Skoða

Hamingjan hefur mikið að segja um það hvort þú þjáist af beinþynningu

Beinþynning er alvarlegt vandamál og líklega mun alvarlegra en margir gera sér grein fyrir. Það er því afar mikilvægt að viðhalda heilbrigði beinanna. Beinþéttni okkar versnar gjarnan með hærri aldri og hættan á beinbrotum verður algengari og alvarlegri því eldri sem við verðum. Ekki eingöngu mataræði og hreyfing Maður hefði haldið að beinþéttni réðist helst af mataræði og hreyfingu – en fleiri þættir spila víst líka inn í. Þótt...

Skoða