Það þekkja allir söngkonuna Heru Björk Þórhallsdóttur. Hún hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi og víðar mörg undanfarin ár. Hera er mikill gleðigjafi hvar sem hún kemur og á ekki í vandræðum með að kæta fólk með sínum frábæra húmor og skemmtilegri framkomu.
Var að koma frá Frakklandi
Það er alltaf nóg að gera hjá okkar konu. Fyrir utan að reka söngskóla er hún alltaf á ferð og flugi og syngjandi eins og engill út um allt.
„Ég var að koma heim frá Frakklandi þar sem ég var að syngja. Ég ákvað að það væri ekki annað hægt en fara á leik á EM þannig að ég kippti eiginmanninum með algerlega óvænt og við trylltumst af gleði með öllum hinum í Saint Etienne á þriðjudaginn 🙂
Á morgun er ég svo að skemmta á 17. júní hátíðarhöldum á Suðurlandi, svo þarf að græja og gera íbúð sem við vorum að kaupa oss og svo er það bara sumarfrí með fjölskyldunni fyrir norðan. Sem sagt óttalega lovely líf þessa dagana,“ segir Hera Björk og brosir. En söngkonan er einmitt í 10 hlutum þessa vikuna.
10 hlutir sem þú vissir ekki um Heru Björk
Fullt nafn: Hera Björk Þórhallsdóttir
Aldur: 44 ára
Starf: Söngkona, Gerari & Græjari
Maki: Halldór Eiríksson
Börn: Þórdís Petra 18 ára og Víðar Kári 12 ára
Hver var síðasti facebook status þinn?
Spending the day in „The Garden Palace“ right outside of Clermont Ferrand in France preparing tonights GRAND SHOW VOLCAVISION with fantastic performers & hosts 🙂
Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Hitti leikarann Ruthger Hauer á Mallorca í den… og Söndru Kim í Portúgal að gigga… og Ólaf Darra í Ölduselsskóla!
Hver var fyrsta atvinna þin?
Vann í fiski.
Kaffi eða te?
Tvöfaldur Soja Latte er það vænan.
Hvernig líta kosífötin þín út?
Dásemdar bómullargalli, mjúkur og dýrðlegur.
Hvað er í töskunni þinni?
Allt 🙂
Hvað er leiðinlegasta húsverkið þitt og af hverju?
Brjóta saman þvott og ganga frá honum inn í skápa… mikil ósköp sem það er hrútleiðinlegt!
Hvað er það sem þú borðar aldrei og munt aldrei borða?
Ólívur á pizzu… og pöddumat.
Það er venjulegt þriðjudagskvöld. Hvað ertu með í kvöldmatinn?
Er yfirleitt að kenna söngnámskeið í skólanum mínum „Complete Vocal Stúdíó“ og kem heim kl.22:00 og þá er bóndinn búin að framreiða einhvern dýrindis fiskrétt frá Eldum rétt – það er nú meiri gargandi snilldin.
Fótabað eða nudd?
Nudd allan daginn – það er svo endurnærandi og bólgueyðandi 🙂
Hvenær og hvar ertu hamingjusömust?
Í sveitasælunni með fjölskyldunni og vinunum að dunda mér.
Fylgstu með því sem Hera Björk er að gera á herabjork.com
Sigga Lund