Það er eitt og annað sem við höfum heyrt í gegnum tíðina og erum ekki alveg viss hvort sé rétt eða ekki.
Hvernig er það til dæmis með gráu hárin, fáum við tíu önnur grá hár í staðinn ef við slítum eitt grátt hár í burtu?
Hér eru fjórar lífseigar mýtur
1. Ekki slíta gráu hárin í burtu því þá vaxa tíu önnur í staðinn
Þetta er algjör vitleysa því hvernig ættu 10 hár að geta vaxið upp úr einni og sömu rótinni. Hins vegar er ekki gott að rífa hár upp með rótum því hárið sem vex upp í staðinn getur verið ómeðfærilegt og staðið upp í loftið.
2. Að drekka vatn kemur í veg fyrir að húðin þorni
Þetta er víst ein stærsta mýta sem um getur því það er ekki vatn sem gefur húðinni raka. Það sem hins vegar gefur húðinni raka er olía. En vatnið hjálpar auðvitað helstu líffærum að vinna vinnuna sína og of lítið vatn bætir ekki útlitið – það getur látið þig líta illa og veiklulega út. En húðin getur alveg verið þurr þótt þú drekkir átta glös af vatni á dag.
3. Hárið vex hraðar á sumrin
Þetta er mýta því það hefur ekki verið sannað með einum né neinum hætti að hárið á höfði okkar vaxi hraðar yfir sumartímann. Hins vegar hafa rannsóknir leitt í ljós að skegg karlmanna vaxi hraðar á sumrin.
Eini tíminn sem hægt hefur verið að sýna fram á með rannsóknum að hárið vaxi hraðar er þegar konur eru ófrískar en þá eru það hórmónarnir sem leiða til þess.
4. Þú færð æðahnúta og æðaslit með því að krossleggja fætur
Þetta er víst ekki rétt. Því það að sitja með krosslagða fætur gefur þér ekki æðahnúta en það gera hins vegar miklar stöður. Með því að standa mikið geta myndast slit og hnútar – en það getur einnig verð ættgengt.