Fita hefur fengið á sig slæmt orð. Sumir segja að hún geri okkur feit og fitu er kennt um hjartasjúkdóma og offitu. Aðrir segja að mettuð fita sé slæm en grænmetisolíur séu hins vegar góðar… svona væri hægt að telja upp lengi vel.
Sannleikurinn? Ekkert af því sem fólk heldur um fitu er rétt.
Í nýrri bók, Eat Fat, Get Thin eftir Dr. Mark Hyman, er blandað saman nýjustu rannsóknum og áratuga uppsöfnuðum gögnum við að vinna með sjúklingum til að sanna það sem hefur löngum verið vitað: Rétta fitan getur hjálpað þér að grennast, vera heilbrigð/ur og hraust/ur.
Margt má segja um fitu, en núna skulum við snúa okkur að 8 staðreyndum um hana
1. Sykurinn gerir þig feita/n, ekki fitan
Að neyta mikils sykurs þýðir að frumur líkamans verða ekki varar við þegar insúlín kallar. Líkaminn er að dæla út meira og meira af insúlíni til að draga úr öllum þessum sykri sem þú ert að neyta. Þú getur ekki brennt öllum þessum sykri. Á endanum þá geymir líkaminn hann sem fitu og byggir þar með upp mótvægi við insúlíni.
2. Fita í mataræði er flóknari en sykur
Það eru til um 257 nöfn yfir sykur og þrátt fyrir lítinn mun þá gerir allur þessi sykur það sama, hann skemmir út frá sér. Fita er flóknari. Við erum með mettaða fitu, einómettaða fitu, fjölómettaða fitu og transfitu, svo ekki sé nú minnst á undirflokkana er tengjast þessum fitutegundum. Sumar fitur eru afar góðar, aðrar eru hlutlausar og já svo eru það þessar slæmu.
3. Mataræði sem inniheldur lítið af fitu er oftast ekki gott fyrir hjartað
Þegar fólk borðar lítið af fitu þá borðar það í flestum tilvikum meira af sterkju eða sykri í staðinn. Þetta eykur kólestról í blóði og getur komið af stað hjartaáfalli.
4. Mettuð fita er ekki óvinurinn
Þegar farið var yfir allar þær rannsóknir sem gerðar hafa verið um mettaða fitu þá fannst engin tenging milli mettaðrar fitu og hjartasjúkdóma. Þetta er nefnilega þannig að með alla fitu þá eru það gæði fitunnar sem er málið hér. Fita úr beikoni er t.d allt annað mál heldur en fita úr avókadó eða kókósolíu.
5. Ekki eru öll fita jafn holl
Má nefna transfitur og bólguvaldandi grænmetisfitur. Slíkar tegundir af fitu ætti aldrei að neyta.
6. Það græða allir á á Omega-3
Um 99% af…
Lesa meira HÉR