Þetta myndband hjálpar okkur heldur betur við að finna hinn eina og sanna jólaanda – og já það kallar líka á vasaklút … eða vasaklúta.
Hér eru börn frá efnalitlum fjölskyldum í Atlanta í Bandaríkjunum spurð hvað þau langi mest í í jólagjöf. Þau eru líka spurð út í hvað þau haldi að foreldra þeirra langi í.
Börnunum eru síðan færðar þær gjafir sem þau dreymir um en sá hængur er á að þau fá líka það sem þau halda að foreldrarnir vilji en þurfa að velja á milli gjafanna. Sjón er sögu ríkari!
Þar sem fólk gæti haldið að þetta sé leikið og tilbúningur þá er það ekki svo og segja þeir sem standa að myndbandinu að um 80 prósent barnanna sem þátt tóku hafi valið foreldrana, hin 20 prósentin voru einfaldlega ekki sett inn í myndbandið.
Virkilega fallegt að sjá og forgangsröðin yndisleg hjá blessuðum börnunum.