Þegar húð okkar eldist getur skipt sköpum að hugsa vel um hana. Að veita henni næringu og að hreinsa hana vel og reglulega eru lykilatriði.
Þess vegna má ég til með að deila með ykkur einu besta fegrunarráði sem ég veit um – en það er ákveðin rútína sem margborgar sig að tileinka sér.
Parabena fríar og ofnæmisprófaðar
Í nokkur ár hef ég notað maskana frá Blue Lagoon og hafa þeir reynst mér sérstaklega vel. Það sem er auðvitað mikill kostur við húðvörurnar frá þeim er að þær eru allar Parabena fríar og ofnæmisprófaðar. Þetta gerir þær alveg einstaklega hentugar fyrir allar konur sem eru í hormónaveseni, eins og t.d. konur sem eru á breytingaskeiðsaldri.
Fínar línur
Í vörulínu Blue Lagoon eru tveir andlitsmaskar og einn kornaskrúbbur. Þetta er alveg frábær þrenna. Kornaskrúbburinn er unninn úr hraunbreiðunum sem eru umhverfis Bláa Lónið og er þess vegna dökkur. En skrúbburinn gefur húðinni slétt og ljómandi yfirbragð.
Kísilmaskinn, þessi hvítí, er ein þekktasta vara Blue Lagoon. Hann er unninn úr hreinum, hvítum kísli Bláa Lónsins. Maskinn djúphreinsar og styrkir náttúrulegt varnarlag húðarinna, gefur henni frísklegt yfirbragð og dempar sýnilegar svitaholur í andlitinu. Og þetta eru engar ýkjur.
Þörungamaskinn er djúpnærandi og inniheldur þörunga Bláa Lónsins. Hann dregur úr sýnilegum fínum línum og hrukkum og eykur heilbrigði og ljóma.
Frábær þrenna
Það er virkilega gott að nota þetta allt þrennt saman en persónulega mér finnst þó betra að skipta notkuninni í tvennt. Auðvitað má líka nota þetta hvert fyrir sig og það geri ég líka stundum. En best finnst mér þó að nota kísilmaskann og þörungamaskann saman.
Þá set ég hvíta kísilmaskann á hreina húðina og læt hann vera á í að minnsta kosti tíu mínútur. Þessi maski stífnar/harðnar á andlitinu, þannig ekki vera að hlæja eða tala mikið á meðan. Síðan hreinsa ég hann af með volgu vatni og nota hendurnar til að ná honum öllum af. Þríf síðan restina með röku þvottastykki eða bómull. Maður sér strax hvað húðin verður ótrúlega hrein og fín.
Strax eftir kísilmaskann ber ég græna þörungamaskann á andlitið. Þessi maski harðnar ekki. Ég passa að hafa hann ekki lengur en tíu mínútur á andlitinu, því hann er svo virkur og húðin verður flekkótt ef ég hef hann of lengi. Þessir tveir vinna ótrúlega vel saman, annar hreinsar á meðan hinn nærir og lyftir. Eftir þessa tvöföldu meðferð finnst mér frábært að finna hvað húðin er tandurhrein – og ljóminn sem fylgir er auðvitað frábær fyrir húð sem er farin að eldast og missa ljóma.
Settu þetta í rútínuna
Þegar ekki gefst tími til, eða maður nennir ekki, er líka gott að nota þessa maska í sitt hvoru lagi og þeir virka auðvitað mjög vel þannig þótt þeir vinni vissulega snilldarlega vel saman. Best er að nota maskana tvisvar til þrisvar í viku en þótt þú gerir þetta ekki nema einu sinni í viku þá hefur það samt áhrif. Áhrifin verða auðvitað enn meiri ef þú setur þetta í rútínu og gefur þér tíma.
Á milli þess sem ég nota maskana nota ég kornaskrúbbinn en hann frískar vel upp á húðina. Þessi þrenna gerir alveg kraftaverk fyrir húðina. Þetta er án efa eitt það besta sem ég geri fyrir húð mína.
Blue Lagoon er sífellt að bæta vörulínur sínar og eru t.d. andlitsmaskarnir núna komnir í nýjar og flottar umbúðir. Þær eru hentugar, taka ekki mikið pláss og auðvelt er að henda þeim í ferðatöskuna.
jona@kokteill.is