Það er ekkert skrýtið að karlmenn klóri sér stundum í hausnum þegar að kemur að kynlífinu. Konur geta verið alveg óútreiknanlegar þegar kemur að því að bregða á leik í svefnherberginu. Stundum eru þær svo til í tuskið og stundum bara alls ekki. En allt hefur þetta sínar skýringar.
Löngunin ólík á mismunandi skeiðum
Hér að neðan má lesa grófa kynlífsveðurspá fyrir svefnherbergið sem ég las nýverið í bókinni Lostaleikir eftir Tracey Cox. Hún lýsir því hvernig löngun kvenna í kynlíf er ólík á mismunandi skeiðum tíðahringsins, og varpar ljósi á af hverju konur eru eins og þær eru þegar kemur að lífsins unaðssemdum.
Dagar 1-11
Á fyrsta degi hefjast blæðingar. Fæstar konur eru spenntar fyrir „túrkynlífi“ þótt á því séu undantekningar. Karlmenn geta því líka nánast gleymt kynlífi í vikunni á eftir (þ.e. í viku 6-11). Hormónarnir eru mun áhugasamari um að koma slímhúðinni í leginu í samt lag svo konan geti tekið á móti sæði. Þetta er vegna þess að móðir náttúra hugsar fyrst og fremst um getnað, ekki gaman.
Dagar 12-16
Þetta er kjörtími fyrir kynlíf. Á þessu skeiði eru flestar konur afar frjósamar (hafa þarf samt í huga að egglos getur orðið hjá sumum konum ýmist fyrr eða seinna) og þar af leiðandi helst til í tuskið. Dagana fyrir egglos (og þá sérstaklega egglosdaginn) gæti karlinn stungið upp á hverju sem er enda hefur kynhvötin þá verið trekkt hressilega upp af blöndu estrógens, testósteróns og rennsleips leggangnavökva.
Dagar 17-28
Estrógenmagnið minnkar eftir dag 17 í tíðahringnum en prógesterónið eykst hins vegar. Því hellist girndarbylgja oft aftur yfir konur á þessu skeiði. Hún er því heit á degi 20 vegna þess að í kringum daga 22-23 fer fyrirtíðaspennan að láta á sér kræla. Og karla langar ekki að koma konunni í vont skap þá með ónærgætinni viðreynslu. Nokkrum dögum síðar byrjar hún á blæðingum og þá hefst hringurinn á ný.
Fyrir þá sem vilja klippa þessa töflu út og festa á beðherbergisspegilinn 😀 þá þarf að hafa í huga að hér er gert ráð fyrir að tíðarhringurinn sé 28 dagar. Þetta er auðvitað meðaltal. Engu að síður ættu karlmenn að fá einhverja hugmynd um hvað er í gangi í líkama konunnar. Ef hún er á pillunni eða hormónalykkjunni eru hormónabreytingarnar ekki eins öfgakenndar og því ætti skapið að vera örlítið betra.
Sigga Lund