Það liggur fyrir okkur öllum að burðast með okkur sjálf í gegnum lífið, jafnvel þótt við nennum því ekki alltaf. Væri ekki guðdómlegt að fá frí frá sjálfum sér annað slagið, fá að vera einhver annar eða jafnvel enginn?
Við sitjum uppi með okkur sjálf
Sumir finna flóttaleið með því að sækja í vímugjafa sem slæva vitundina tímabundið en staðreyndin er samt sú að við sitjum uppi með okkur sjálf, hverju sem tautar og raular, og það getur verið krefjandi.
Hver þekkir það ekki að hafa óþarfa áhyggjur, jafnvel áhyggjur af áhyggjum sem hellast yfir mann af minnsta tilefni?
Sumir vilja meina að við séum það sem við hugsum en hver getur stjórnað hugsunum sínum? Hugurinn er oft eins og api sem hoppar og skoppar og ruglar okkur í ríminu. Höfum við prófað að hugsa ekki neitt og jafnvel einsett okkur að þjálfa okkur í að vera í þögn brot úr degi?
Þegar við tölum lærum við ekkert nýtt af því við erum eingöngu að segja það sem við vitum.
Þegar okkur tekst að sleppa tökum á huganum (sem krefst þjálfunar) þá mun hann leiða okkur til dásamlegrar þagna … og hugljómunar.
Alan Watts (1915-1973) var breskur heimspekingur, rithöfundur og fyrirlesari sem heillaðist af austurlenskri heimspeki og kynnti hana fyrir íbúum vestur Evrópu.
Þorgrímur Þráinsson
Hér að neðan eru hugleiðingar Alan Watts um hugann sem vekja okkur heldur betur til umhugsunar.