Þeir sem velta stjörnumerkjunum fyrir sér vita vel hvað einkennir hvert og eitt merki. Svo eru það auðvitað fjölmargir sem lesa stjörnuspána sína daglega, vikulega eða mánaðarlega.
En hvað með réttu gjafirnar?
En veist þú hvað á t.d. að gefa konu í ljónsmerkinu í jólagjöf og hvað er líklegast til að falla í kramið hjá henni? Og hentar til dæmis hrútskonunni eitthvað allt annað en ljóninu?
Til að gera jólagjafakaupin hennar örlítið einfaldari er ágætt að velta fyrir sér í hvaða stjörnumerki hún er fædd.
Þessi listi gæti auðveldað málið aðeins
VOGIN
Vogarkonan er snillingur í að setja saman dress. Hún elskar að taka einfalda hluti, blanda saman og setja sinn einstaka stíl á það. Gjöf sem hún getur notað hæfileika sína við og tekið á næsta stig er besta gjöfin handa henni. Veldu einfaldar flíkur sem hún getur blandað saman að vild, áberandi aukahluti eins og belti, hatta og sólgleraugu eða flotta og öðruvísi skó.
SPORÐDREKINN
Sporðdrekinn heillast af einlitum og einföldum klæðnaði. Gefðu henni eitthvað svart og hún verður sátt. Ekki velja eitthvað mikið munstrað og áberandi handa henni. Sem sagt engar stórmunstraðar jólapeysur handa henni. Flottir og góðir skartgripir sem krydda upp á einfaldan klæðnaðinn er líka eitthvað sem er alveg öruggt.
BOGMAÐURINN
Bogmannskonan hefur stílhreinan og kvenlegan stíl en kann um leið að gera þetta áhugavert. Hún lífgar upp á útlitið með áberandi litum og munstrum og óttast ekki mikil og stór munstur og áberandi flíkur. Veldu eitthvað skemmtilegt og sem er í tísku og hún er sátt. Áberandi skartgripir, litríkar yfirhafnir, öðruvísi töskur, hattar og undirföt smellpassa í pakkann hjá bogmannskonunni.
STEINGEITIN
Þrátt fyrir að steingeitarkonan sé fáguð þá er ekkert hefðbundið við stíl hennar. Hún blandar flíkum saman á þann hátt sem henni hentar og fer ekki eftir ákveðnum reglum eða því sem einhver segir. Gefðu henni eitthvað stílhreint en sem hefur samt eitthvað öðruvísi við sig. Veldu glæsilega skartgripi, vandaðan undirfatnað, góðan sígildan jakka og flott, vandað veski eða tösku.
VATNSBERINN
Stíll vatnsberakonunnar er lifandi og fjörugur. Hún elskar liti og munstur og er svellköld að blanda saman áberandi litum og mynstri. Gefðu henni eitthvað sem er jafn bjart og lifandi og hún sjálf. Munstraðir og litríkir kjólar og kápur, svört og öðruvísi sólgleraugu og áberandi skartgripir henta vel í pakkann hjá vatnsberakonunni.
FISKURINN
Þótt fiskakonan fylgi straumnum er ekki þar með sagt að hún pæli ekki vel í því hverju hún klæðist. Hún getur verið svolítill bóhem í sér en hún er samt stílhrein og fallega klædd. Veldu handa henni hluti sem eru frjálsir í anda en samt svalir og flottir. Skartgripir með steinum, blúndur, öðruvísi töskur og frjálslegar yfirhafnir er eitthvað sem passar vel í pakkann hennar.
HÉR má síðan sjá hrútinn, nautið, tvíburann, krabbann, ljónið og meyjuna.