Þeir sem velta stjörnumerkjunum fyrir sér vita vel hvað einkennir hvert og eitt merki. Svo eru það auðvitað fjölmargir sem lesa stjörnuspána sína daglega, vikulega eða mánaðarlega.
En hvað með réttu gjafirnar?
En veist þú hvað á t.d. að gefa konu í ljónsmerkinu í jólagjöf og hvað er líklegast til að falla í kramið hjá henni? Og hentar til dæmis hrútskonunni eitthvað allt annað en ljóninu?
Til að gera jólagjafakaupin hennar örlítið einfaldari er ágætt að velta fyrir sér í hvaða stjörnumerki hún er fædd.
Þessi listi gæti auðveldað málið aðeins
HRÚTURINN
Hrúturinn er litríkur og skapandi en þó án þess að fara yfir strikið. Hrútskonan elskar að blanda saman ólíkum stílum og notar gjarnan eitthvað klassískt við áberandi og óhefðbundnari hluti. Veldu eitthvað handa henni sem sker sig úr en hún getur notað við það sem hún á fyrir. Áberandi armband, gulllitað pils eða öðruvísi taska eftir íslenskan hönnuð er eitthvað sem myndi falla í kramið.
NAUTIÐ
Nautskonan er mikið fyrir flíkur og hluti sem grípa augað en sem um leið klæða hana og ýta undir sjálfstraustið. Þótt hún sé ekki hrædd við áberandi mynstur og djarfa liti þá snýst val hennar fyrst og fremst um þægindi. Fallega hannaðir (og ekki of grófir) skartgripir henta vel sem og klassískir fallegir kjólar og þægilegir snotrir skór.
TVÍBURINN
Það getur verið erfitt að negla nákvæmlega niður það sem heillar tvíburakonuna. Hún er snillingur í að blanda saman kvenleika og herralegum fatnaði, svona svolítill „tomboy“. Og hún er full sjálfstrausts hvort sem hún er í hælaskóm eða íþróttaskóm. Veldu eitthvað sem er sportlegt en um leið fágað – alveg eins og hún. Flottir og góðir íþróttaskór munu falla í kramið, einnig fínni skór sem eru sportlegir og fatnaður sem hún getur blandað saman á sinn einstaka hátt.
KRABBINN
Krabbakonan hefur fágaðan stíl en um leið örlítið stelpulegan. Hún er veik fyrir öllu sem er klassískt svo gott er að hafa það á bak við eyrað þegar leitað er að gjöf handa krabbanum. Vandaðar töskur og veski, sígildar kápur og svo auðvitað demantar eru skotheldar gjafir fyrir krabbakonuna.
LJÓNIÐ
Stíll ljónskonunnar er líflegur og fullur af persónleika – rétt eins og hún sjálf. Hún óttast ekki tískuáskoranir og er algjörlega óhrædd við að klæða sig. Vertu því alveg óhrædd/ur við að taka áhættu þegar þú velur handa henni gjöf. Hvers kyns tískufatnaður og áberandi úr og skartgripir eru tilvaldar gjafir handa ljónskonunni.
MEYJAN
Meyjan kýs látlausan en kvenlegan stíl. Hún heillast af kvenlegum línum en þó með nýtískulegu ívafi. Veldu eitthvað handa henni sem höfðar til kvenleika hennar en er samt nútímalegt. Falleg undirföt, slæður og skinnkragar, kvenlegar töskur og fínlegir skartgripir munu falla í kramið hjá henni.
HÉR má síðan sjá vogina, sporðdrekann, bogmanninn, steingeitina, vatnsberann og fiskinn.