Fyrir stuttu birtist frétt, er fór víða, af breskri konu, Nicola Thorp, sem var rekin úr starfi án þess að fá launin sín greidd. Ástæðan var sú að hún neitaði því að vera á háum hælum á níu tíma vakt í vinnunni sinni.
Þegar hún spurði yfirmann sinn hvort mennirnir væru þá ekki skilyrtir til að vera í hælum líka var bara hlegið af henni. Mikið fjölmiðlafár skapaðist í framhaldi af fréttinni.
Myndbandið sló í gegn
Tímaritið Stylist Magazine í London notaði tækifærið og skoraði á fjóra karlkyns starfsmenn sína til að ganga í háhæluðum skóm í heilan dag og þeir slógu til. Afraksturinn er svo myndbandið hér að neðan sem yfir sjö milljón manns hafa séð þegar þetta er skrifað.
Í myndbandinu sjáum við fjóra karlmenn þjást þegar þeir reyna fyrir sér á hælunum. Allt frá því að hlaupa eftir strætó, ganga á grasi, bera tebolla niður stiga og fara á fund.
Það er ekki annað hægt en að hlæja af þessu uppátæki og gefa starfsmönnum Stylist tímaritsins ,„high five“, því nú vita strákarnir hversu sársaukafullt það getur í raun verið að ganga á hælum.
Sjáðu hvernig strákunum gekk á hælunum
Sigga Lund