Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt. En í dag heyrði ég um olíu sem er lent í hillum verslana sem er sérstaklega hönnuð til að bera á skapahárin.
Þetta er ekki grín
Olían heitir því skemmtilega nafni Fur Oil (þetta er ekki grín). Þessi sérstaka skapaháraolía er gerð úr vínberjafræjum, Jojoba, tea tree olíu og blómafræjum og er hönnuð til að bera á skapahárin til að gera þau silkimjúk svo dögum skiptir.
Það eru eflaust margir sem hrista hausinn yfir þessu. En að öllu gamni slepptu, þá er þessi olía í raun alveg tær snilld. Fyrir utan að hún er mýkjandi, þá er hún líka sótthreinsandi og kemur í veg fyrir inngróin hár, sem er frábært!
Ég hef ekki heyrt um að þessi snilld sé komin til Íslands, en það hlýtur að gerast fyrr en síðar.
Ég bíð spennt 😀
Sigga Lund