Margir sem gera áramótaheit vita hversu erfitt það getur verið að standa við þau. Slík heit geta skapað streitu og álag og síðan þegar hlutirnir ganga ekki upp eins og gert var ráð fyrir leiðir það gjarnan til mikilla vonbrigða.
Þess vegna geta of miklar væntingar um áramót leitt til þess að einstaklingar brotna niður og missa trúna á sjálfa sig.
Hér eru 8 öðruvísi áramótaheit sem allir ættu að gera
1. Vertu þakklát/ur
Vendu þig á að þakka fyrir allt og alla. Þakkaðu fyrir góða fólkið í kringum þig. Þakkaðu fyrir að fá að vakna á hverjum degi og fyrir alla reynsluna sem þú upplifir, hvort sem hún er góð eða slæm. Því allt þetta mun þroska þig.
2. Taktu á móti lífinu eins og það er
Ekki vera með endalausar kröfur til lífsins – taktu því eins og það er og treystu því að það sé þér fyrir bestu. Leyfðu lífinu að móta þig og hafðu í huga að þú þarft ekki alltaf að vera við stjórnvölinn.
3. Vertu opin/n og móttækileg/ur
Að vera opinn fyrir öllu því sem lífið hefur upp á að bjóða getur gert allt svo miklu skemmtilegra.
4. Prófaðu eitthvað nýtt
Vertu til í að prófa nýja hluti og gera breytingar. Að gera eitthvað nýtt á hverju ári er jákvætt fyrir aukinn þroska.
5. Vertu sanngjarn við sjálfa/n
Ekki vera of gagnrýninn á sjálfa/n þig. Veittu sjálfri/sjálfum þér smá slaka því enginn er fullkominn og það gera allir mistök.
6. Trúðu á sjálfa/n
Ef þú efast sífellt um sjálfa/n þig og hefur ekki trú á þér geturðu ekki vænst þess að aðrir hafi trú á þér.
7. Njóttu augnabliksins
Ekki sífellt vera að hugsa um eitthvað annað – njóttu þess að vera hér og nú. Ef hugurinn er alltaf kominn eitthvað annað er ekki ólíklegt að mikilvæg augnablik fari fram hjá þér án þess að þú áttir þig á því.
8. Ekki festast í því liðna
Það sem er liðið og búið ER liðið og búið. Haltu áfram með lífið og hættu að líta stöðugt um öxl. Þú getur ekki breytt því sem liðið er en þú getur haft heilmikið með núið og framtíðina að segja.
jona@kokteill.is