Það er óhætt að segja að Simmi Vill sitji aldrei aðgerðarlaus. Enda er hann hugmyndríkur með meiru og er hvergi banginn við að framkvæma það sem honum dettur í hug. Fyrir utan að reka Hamborgarafabrikkuna stýrir hann Keiluhöllinni í Egilshöll og nýjum veitingastað sem nefnist Shake & Pizza sem er staðsettur á sama stað.
Nýjasta verkefnið
Nýjasta verkefni hans og Jóa (Jóhannesar Ásbjörnssonar) félaga hans er svo ekki af verri endanum. Ein þeir eru að standsetja nýtt hótel, Tower Suites, sem er í raun átta einka lúxus svítur á efstu hæð í Turninum Höfðatorgi.
Lítill fugl hvíslaði því að okkur hér á Kokteil að Justin Bieber mundi jafnvel gista þar þegar hann kemur til landsins í haust, en við seljum það ekki dýrari en við keyptum það.
Þrátt fyrir að við teljum okkur þekkja Simma eru hér 10 hlutir sem þú vissir ekki
Fullt nafn: Sigmar Vilhjálmsson
Aldur: 39 ára.
Starf: Framkvæmdastjóri
Maki: Bryndís Björg Einarsdóttir
Börn: Einar Karl (14 ára), Vilhjálmur Karl (10 ára) og Ingi Karl (7 ára).
Hver var síðasti facebook status þinn?
Hann fjallar um úrslitaleik Liverpoo og Sevilla í Evrópubikarnum og verður sýndur á öllum skjám á Sportbarnum í Keiluhöllinni. Hann hljómar svo: “Þetta verður algjör veisla á morgun!
Ætlar þú að vera ein eða einn að horfa á þennan leik? Nei, ég hélt ekki. Mættu snemma. Haha”
Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Eric Clapton.
Hver var þín fyrsta atvinna?
Unglingavinnan á Egilsstöðum, gangstéttateymið.
Kaffi eða te?
Kaffi
Hvernig líta kosífötin þín út?
Svartar Ninjabuxur og svartur bolur.
Hamborgari eða pizza?
Úff… það fer eftir vikudegi. En Hamborgari er alltaf hamborgari!
Hvað er leiðinlegasta húsverkið þitt og af hverju?
Þrífa rúður, af því að ég er svo lélegur í því.
Hvað er það sem þú borðar aldrei og munt aldrei borða?
Hummus. Algjörlega ömurleg uppfinning.
Það er venjulegt þriðjudagskvöld. Hvað ertu með í kvöldmatinn?
Fisk.
Hvenær og hvar ertu hamingjusamastur?
Úti á landi með hjólhýsið í góðu veðri.
Sigga Lund