Kolvetni hafa verið sögð sökudólgurinn á bak við offitu í heiminum síðast liðinn áratug eða meira.
Ef þú hefur verið að prufa mataræði sem inniheldur lítið af kolvetnum eins og paleo eða keto þá þekkir þú kannski þegar löngun í franskar kartöflur grípur þig.
Ekki neita þér um kolvetni
Í raun er frekar kjánalegt að neita sér um þetta mikilvæga efni sem kolvetnin eru. Má nefna að kolvetni, ásamt fitu og próteini eru þau efni sem líkaminn þarf. Og ef þú ferð að skera allt kolvetni úr mataræðinu ruglar það öllu jafnvægi fyrir líkamann. Allir þurfa þessi þrjú áður nefndu næringarefni til að virka rétt.
Jim White er næringafræðingur og hann segir; „Níutíu prósent af heilanum er glúkósi þannig að við þurfum kolvetni til að geta notað heilann, hafa rökrétta hugsun og til að líkaminn virki rétt“.
Einnig eru kolvetni það sem gefur okkur orku. Kolvetni færa líkamanum glúkósa.
Kolvetnin fylla okkur ekki aðeins af orku fyrir æfingar, því ef kolvetni eru borðuð rétt þá geta þau einnig stuðlað að því að við missum aukakíló.
Hér fer Jim White næringafræðingur yfir þetta með okkur
Þeim mun flóknari, því betra
Ein aðal ástæða þess að fólk lítur kolvetni illu auga er vegna þess að þau koma frá svo mörgum fæðutegundum.
Ruslfæði eins og kartöfluflögur og kleinuhringir lenda í flokki sem kallast fjölflokkurinn, en það gera einnig mörg önnur kolvetni sem eru í raun góð fyrir þig, og má þar nefna bæði kínóa og hafra.
Til að fá góða yfirsýn yfir hvaða kolvetni er best að borða eru hér þrír flokkar
1. Flókin kolvetni
Flóknu kolvetnin, þessi sem innihalda mikið af trefjum, eru þau bestu. Þau bæta trefjum og andoxunarefnum í líkamann, þau koma meltingunni í lag og innihalda ekki mikið af glýkemíu (sykri).
Í þessum flokki eru: Brún hrísgrjón, hafrar, kínóa, sætar kartöflur, baunir, ávextir og sumt grænmeti – þetta eru bestu kolvetnin til að neyta.
2. Næsti flokkur: Í þessum flokki eru þessi algengu hvítu kolvetni. Má þar nefna hvít hrísgrjón, hvítt pasta, hvítt brauð, venjulegar kartöflur og korn. Mælt er með ef þú ætlar að neyta einhvers af þessu að blanda þá hollum kolvetnum saman við. Dæmi, hvítt pasta með heilhveiti pasta er betra en bara hvítt pasta.
3. Og svo þetta: Það er þetta með sykurinn og unnin kolvetni sem bragðast alltaf best en eru ekki holl. Þetta á helst ekki að borða nema í afar litlu magni. Í þessum flokki eru kleinuhringir, kexkökur og kartöfluflögur. Ekkert af þessu gerir neitt annað en að hlaðast utan á þig.
Borðaðu kolvetnin á réttum tíma sólarhringsins
Þetta er ekki alltaf spurningin um það hvað þú ert að borða, heldur líka hvenær þú borðar. Og þetta skiptir miklu máli.
Mælt er með að borða kolvetni fyrst á morgnana. Maginn er tómur þegar þú vaknar og þig vantar orku fyrir daginn. Kolvetni ásamt próteini og hollri fitu er það besta sem þú getur fengið þér í morgunverð. Svo njóttu þess að fá þér brauðsneið úr grófu korni og með litlu smjöri, fáðu þér egg og jafnvel hálft avókadó.
Þegar þú æfir líkamann og hreyfir þig mikið þá ertu líka að vinna á orkubirgðum líkamans og þá fer líkaminn að fylla á orkubirgðir með glýkemíu (sykri). Já og með þessu dettur inn slæma kolvetnið. Eftir erfiða æfingu er einnig afar góður tíminn til að borða kolvetnaríka máltíð. Og ekki vera hrædd við góðu kolvetnin. Það er í lagi að borða þau, en ekki í allar máltíðir.
Þegar kemur að kvöldmatnum þá er mælt með að borða litla skammta. Of margir sleppa kolvetnum þegar kemur að máltíðum og þá getur viðkomandi fundið fyrir miklu hungri og þarna kemur að því að of margir byrja að raða í sig óhollustunni.
Hafðu sama magn í máltíðum
Það er alltaf hægt að borða of mikið af því sem okkur finnst gott og þá sérstaklega þegar…
Lesa meira HÉR