Það er alltaf gaman að skoða og velta fyrir sér stjörnuspeki og talnaspeki. Og þótt það hnussi í sumum við slíkt þá er þetta hin fínasta dægradvöl og fyrir marga svo miklu meira en það.
Talnaspekin er áhugaverð
Talnaspeki er ævaforn aðferð og á sér meira en 2500 ára sögu og gengur út á það að allir eigi sér tölustaf eða stafi sem lýsa persónueinkennum, örlögum og lífsgöngu. Talnaspekingar eiga því að geta ráðlagt fólki út frá þeim tölustöfum sem eru reiknaðir út.
Í talnaspekinni er leitast við að útskýra hvernig töluleg gildi nafns og fæðingardags hafa áhrif á líf okkar sem og að segja til um eðli okkar og persónueinkenni. Talnaspekingar telja sem sagt að beint orsakasamband sé á milli þess hvað við heitum og hvenær við erum fædd og þess hvernig persónuleiki okkar er og hverjir hæfileikar okkar eru.
Við duttum niður á þessa síðu HÉR á netinu þar sem hægt er að láta lesa í þetta (en þetta er reyndar allt á ensku). Okkur fannst þetta hin besta skemmtun og við verðum að viðurkenna það að þetta gerði daginn aðeins betri 🙂
Endilega kíktu á þetta þar sem það kostar ekkert – viljir þú hins vegar fá afar nákvæma greiningu þarftu að draga fram kreditkortið. En við létum bara duga að taka fyrstu skrefin og höfðum afar gaman af.
Þú setur fyrsta nafn þitt inn í fyrri hvíta dálkinnn og síðan fæðingarmánuð, dag og ár.
Og seinna í ferlinu seturðu hér fullt nafn og kyn.