Við þekkjum vel hversu notalegt það er þegar kalt er í veðri að fara í uppáhalds þykku og kósý peysuna sína og koma sér vel fyrir einhversstaðar.
En hvernig hljómar að hafa neglurnar algerlega í stíl?
Eins og pínulitlar peysur
Það er ekkert mál því það nýjasta í naglatískunni er nefnilega að hafa prjónamunstur á nöglunum, jafnvel munstrið á uppáhalds peysunni þinni.
Peysumunstur neglur ganga út á það að mynda prjónamunstur á neglurnar með ákveðnu 3D geli sem er örlitið þykkara en venjulegt naglalakk. Þetta er frekar flókið við fyrstu sýn og virðist aðeins vera fyrir þá lengra komna. En með þolinmæði og mikilli æfingu má ná tökum á tækninni. Áður en þú veist af verða neglurnar þínar eins og þær séu í pínulitlum peysum. Hversu huggulegt er það?
Ef þú vilt taka þetta alla leið og ná tökum á nýjustu naglatískunni þá má sjá aðferðina í myndbandinu hér að neðan.
Mundu að æfingin skapar meistarann 🙂
Sigga Lund