Þetta er ekki grín, en nú eru karlmenn farnir að setja glimmer í skeggið á sér. Þetta tískufyrirbrigði er að slá í gegn og vilja menn meina að þetta verði hátíðar „lúkkið“ í ár.
Ég sé það samt ekki fyrir mér. Þetta er svo ópraktískt. Ég sé glimmerið fyrir mér detta af skegginu í matinn og drykkina, sem er ekki smart. Og þegar kæmi að eftirréttinum er viðkomandi örugglega farinn að éta glimmerið líka.
Prófaði sjálf
Til að finna út hvort þetta er í raun og veru mögulegt, fékk ég kærastann minn (Aðalstein Sigurðarson) sem er vel skeggjaður maður, í smá tilraun sem ég snappaði og birti á Snapchat.
Niðurstaðan er sú að þrátt fyrir að glimmerskegg geti verið skemmtileg tilbreyting og fyndið, þá getur þetta aldrei gengið upp. Glimmerið hrynur stanslaust af og fer út um allt.
Ég er enn að þrífa eftir tilraun dagsins og eftir þó nokkrar sturtur kærastans er enn hægt að finna glimmer í skegginu.
Hér er tilraunin eins og hún birtist á Snapchat. Fylgstu með Siggu Lund á snappinu: sigga-lund
Sigga Lund