Það er staðreynd að þríkantur er ein vinsælasta fantasían bæði hjá körlum og konum. Sú tilhugsun að bjóða þriðja aðilanum inn í svefnherbergið er oft spennandi, en fæstir láta verða af því.
En hverjir ráða við það?
Örvunin er tvöföld og þá hlýtur ánægjan að vera það líka, eða er það ekki? Hmmm… vertu ekki svo viss um það. En ef þig og maka þinn langar ekkert frekar en að prófa þríkant þá verðið þið að vera viss um að þið ráðið við það án þess að sambandið hljóti skaða af.
Hverjir ráða við þríkant?
Þótt fæstir ráði við hann eru á því undantekningar
Samkynhneigðir karlar ráða ekki aðeins við þríkant – þeir ráða hreinlega yfir honum! Næstum allir samkynhneigðir karlmenn sem eru ekki í alvarlegu sambandi virðast stunda slíkt reglulega. Karlar eiga greinilega mun auðveldara með að skilja á milli tilfinninga og kynlífs.
Einhleypt fólk sem stundar kynlíf með einstaklingum eða pörum sem það þekkir ekki og sér aldrei framar. Það er ennþá betra ef engir sem í hlut eiga þekkjast. Slíkt mynstur er yfirleitt farsælast í þessum efnum.
Pör sem eru í opnu sambandi sem einkennist frekar af vináttu en ást.
Pör sem geta leyft sér að bjóða gesti í rúmið í eitt skipti án eftirmála. Hjón sem ég þekki réðu til sín vændiskonu kvöld eitt í útlöndum og sögðu að það hefði blásið miklu fjöri í kynlífið hjá sér.
Hverjir ráða ekki við þríkant?
Sumir eiga nefnilega erfitt með það
Pör sem eru ástfangin og finnst tilhugsunin um að deila elskunni sinni afar óþægileg.
Pör þar sem annar aðilinn beitir óþægilegri pressu eða jafnvel hótunum: Ef þú ert ekki til í þetta missum við af tækifærinu. Eða: Ég hætti með þér ef þú lætur ekki til leiðast.
Fólk sem tekur slaginn og fer í þríkant einungis vegna þess að makann langar svo að prófa.
Fólk sem glímir við afbrýðisemi, óöryggi í kynlífinu eða lélega sjálfsmynd.
Pör sem hafa ekki hugsað málið til enda eða velt öllum hugsanlegum aðstæðum fyrir sér.
Eldri pör sem hafa verið lengi saman. Útkoman verður yfirleitt tilfinningalegt stórslys vegna óuppgerðra vandamála í kynlífinu sem svo blossa upp í kringumstæðum sem þessum.
(Úr Bókinni Lostaleikir eftir Tracy Cox)
Sigga Lund