Mér þykir gaman og gagnlegt að lesa bækur um kynlíf. Það er ein slík á náttborðinu hjá mér núna sem heitir When Your Sex Drives Don’t Match. Þar talar Dr. Sandra Pertot meðal annars um tíu tegundir kynhvatar.
Hvað knýr þig áfram?
Kynhvöt einstaklinga getur verið mjög mismunandi og þar af leiðandi væntingarnar til kynlífsins líka. Hún segir að lykillinn að langtímaánægju í svefnherberginu sé að þekkja hvað knýr okkur áfram í þeim efnum, því þannig geta makar sameiginlega skapað fullnægjandi kynlíf þar sem báðir aðilar fá að njóta sín.
Hér eru tíu tegundir kynhvatar. Hvaða lýsing á við þig og maka þinn?
Munúðarfull: Kynlíf er tjáning ástarinnar. Tilfinningaleg nánd er mikilvægasti liðurinn í því.
Erótísk: Kynlíf á að vera ástríðufullt og ákaft. Látlaust og rútínubundið kynlíf er allt í lagi inn á milli.
Frumkvæðislaus: Kynlífið snýst um að veita, ekki þiggja. Lítil kynhvöt getur verið skýringin og gæti hún birst í því að þú örvast ekki nema að þú finnir að makinn sé orðinn æstur.
Sjálfsmiðuð: Þú hefur lítinn skilning á þörfum makans. Þér finnast að hann skuldi þér ákveðna tegund og tiltekið magn af kynlífi.
Ósjálfstæð: Kynlíf er notað til að vinna á streitu. Ef þú færð það ekki finnurðu fyrir streitueinkennum.
Ávanabindandi: Þér finnst kynlíf svo unaðslegt að þú átt í erfiðleikum með að hafa stjórn á því. Þvert á móti stjórnast þú af því og þess vegna hættir þér til að halda fram hjá.
Streituvaldandi: Kynlífið veldur þér áhyggjum. Þér finnst miklar kröfur vera gerðar til þín.
Áhugalaus: Kynlífið veitir þér litla ánægju. Skýringin gæti verið óþægileg kynlífsupplifun sem hefur bælt alla náttúrulega löngun.
Fáskiptin: Kynlífið er ágætt en ýmislegt fleira glepur hugann og truflar þig. Því myndast ekki nánd á milli ykkar makans.
Áráttukennd: Kynlífið er aðeins fullnægjandi ef tilteknum siðum er fylgt. Fólk með einhverskonar blæti fellur yfirleitt í þennan flokk. Slíkt kynlíf er sjálfmiðað.
Sigga Lund