Þegar kemur að beðmálunum eru margir (og þá sérstaklega konur) sem kvarta gjarnan yfir því að samfarirnar endist allt of lengi eða vari of stutt.
En hvað telst eðlilegt að þær endist lengi?
Hvað heldur þú?
A 5,4 mínútur
B 3,7 mínútur
C 7,9 mínútur
D 12,4 mínútur
Samkvæmt nýrri könnun sem 500 pör tóku þátt í og var framkvæmd af sálfræðingnum Dr. Brednan Zietsch, sem starfar við Háskólann í Queensland, kom í ljós að meðallengd samfara er um 5,4 mínútur. Rétt svar er því A.
Sömu niðurstöður
Í annarri könnun sem gerð var á síðasta ári af kynfræðingum frá Kanada og Bandaríkjunum var niðurstaðan sú sama. Þeir segja að öllu jöfnu vari samfarir í fimm til sjö mínútur – og mjög fátítt sé að þær endist í heilar 12 mínútur.
Þá vitum við það 🙂
Frá þessu var greint á esquire.com
Sigga Lund