Það hljómar kannski einkennilega fyrir suma að hugsa eins og golfari alla daga en það er víst raunverulega talið virka. Ef þú vilt bæta líf þitt og vera jákvæðari í eigin garð ættirðu að íhuga þetta.
Hjálpar þeim að bæta sig og vera jákvæðari
Atvinnugolfarar einblína ekki á öll slæmu höggin sín heldur þau góðu – og það hjálpar þeim að spila betur og bæta sig stöðugt.
Ein aðferð í þessu er að nota tímann á kvöldin áður en þú ferð að sofa til að byggja þig upp fyrir næsta dag. Það sem fer í gegnum huga þinn síðustu 30 mínúturnar áður en þú sofnar er það sem endurspilast í draumum þínum þá nóttina. Það er því eins gott að hugsa jákvætt áður en þú festir blund.
Áður en þú ferð að sofa hugsaðu þá um eitthvað þrennt sem gekk vel hjá þér þann daginn og mundu að litlir sigrar eru alveg jafn mikilvægir og þeir sem þú telur stóra.
Að byggja sjálfa/n sig upp
Með því að íhuga hugsanir þínar áður en þú ferð að sofa hjálpar þú til við að gera draumalandið jákvæðara og um leið að byggja sjálfa/n þig upp fyrir komandi dag.
Tileinkaðu þér því hugsanir atvinnugolfarans. Það getur ekki sakað að prófa, því með því gætir þú bætt líf þitt!