Leikkonan Angela Lansbury sem fagnar 91 árs afmæli sínu í október er enn alveg með þetta.
Kom öllum á óvart
Angela, sem er einna þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Murder, She Wrote, steig á stokk síðasta sunnudag og kom öllum á óvart. Tilefnið var 25 ára afmælissýning myndinnarinnar Beauty and the Beast.
Þessa flotta og spræka kona gerði sér lítið fyrir og söng titillag myndarinnar en Angela ljáði Frú Potts rödd sína í myndinni þegar hún var gerð. Myndin markaði tímamót á sínum tíma þar sem hún var fyrsta teiknimyndin til að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna sem besta myndin.
Það er óhætt að segja að Angela hafi engu gleymt og hún hrífur mann gjörsamlega með sér.
Við pöntum að fá að vera svona spræk og flott á tíræðisaldri.
Sjáðu upptöku hér frá því á sunnudagskvöldið þar sem Angela syngur lagið.