Öll gerumst við sek um það að kaupa einhvern óþarfa annað slagið. Og það er bara allt í lagi.
En stundum líta dagsins ljós vörur sem við hristum hausinn yfir, en brosum um leið út í annað fyrir það að einhver skuli hafa dundað sér við að finna upp svona skemmtilega hluti.
Hér eru tíu gjörsamlega óþarfar vörur … sem eru samt til
1. Kameltá vörn
Þessi eru notuð til að koma í veg fyrir að kameltá myndist hvort sem þú ert í þröngum buxum eða bikíní. Ótrúlegt en satt. Þetta selst ágætlega í útlandinu. Kim Kardashian hefur meira segja lagt blessun sína yfir þessi herlegheit.
2. Hárlitur fyrir skapahár
Viltu hafa þau gul, rauð, græn eða blá? Betty skapaháraliturinn fæst í mörgum litum fyrir þær sem vilja breyta til og brydda upp á einhverju nýju þarna niðri.
3. Grenningartæki fyrir andlit
Þetta ótrúlega „saklausa“ munnstykki á að hjálpa þér að grennast í andlitinu og æfa vöðvana í kringum kjálkann. Hmmm… í alvöru!
4. 24 karata gull andlitsmaski
Bara svona þegar þig langar til að láta þér líða eins og drottningu. Maskinn kostar heilar 15.000 krónur.
5. Pink Button kynfæralitur
Hannaður til að smyrja á kynfæri til að gera þau aftur „fersk“ og bleik . Guð minn góður!
6. Nefstykki til að gera nefið beinna
Þessi furðulega uppfinning er gerð til að hjálpa þeim sem hafa skakkt nef til að rétta það af. Trúlegt!
7. Gríma sem mótar andlit þitt
Þessi gríma á að stinna, grenna og styrkja andlit og undirhöku. Fæst á Amazon ef þú hefur áhuga.
8. Rakakrem úr fylgju
Þetta rakakrem er gert úr kindafylgju og er fyrir allan líkamann, andlit, háls og hendur. Það á sérstaklega að styrkja húðina og koma í veg fyrir hrukkumyndun. Langar þig að prófa?
9. Aflitunarefni fyrir afturendann
Það er ekki að spyrja að því, að ef þú ert búin að lita kynfærin bleik og skapahárin blá, þá er auðvitað skylda að aflita hárin á afturendanum. Eða hvað?
10. Lituð raksápa
Þessi raksápa er alveg eins og sú venjulega nema að hún kemur í fimm mismunandi litum- og lyktartónum. Þetta er ekki beint karlmannlegt að margra mati, en gæti verið sniðug hugmynd til að brjóta hversdagsleikann upp og gera eitthvað skemmtilegt. Ha ha 😀
Sigga Lund
Birtist á buzzfeed.com