Helgu Möller þarf vart að kynna. Hún er ein ástsælasta söngkona landsins og starfar auk þess sem flugfreyja hjá Icelandair. Helga er alltaf að sýsla eitthvað skemmtilegt og á dögunum tók hún að sér skemmtilegt verkefni og við spurðum hana aðeins út í það.
Miðlar boðskap um kærleika og virðingu
„Ég tók að mér að miðla boðskap um kærleika og virðingu fyrir eldra fólki, eitthvað sem mér er bæði ljúft og skylt. Boðskapurinn er í formi lags sem ég er búin að vinna og fjallar um þessi mál. Lagið er eftir japanskan listamann, Ryoici Higuchi og textinn eftir Þorstein Eggertsson,“ segir Helga.
Fer um landið
Helga er frumflutti lagið í Hjarðarholtskirkju í Dölum og er að vinna að myndbandi við það sem er hægt verður að nálgast á youtube.
„Myndbandið verður klárt í vikunni. Ég mun svo fara um landið til að boða þennan boðskap, að við sýnum eldra fólki virðingu og kærleika og það geti átt ánægjulegt ævikvöld. Næsti viðkomustaður minn er Akureyrarkirkja 19. júní kl. 20.00 og ég vonast til að sjá sem flesta,“ segir þessi flotta kona að lokum.
Hér eru 10 hlutir sem þú vissir ekki um Helgu Möller
Fullt nafn: Helga Möller
Aldur: 59 ára
Starf: Flugfreyja og söngkona
Maki: Kona einsömul
Börn: Maggý Helga Möller Jóhannsdóttir, Gunnar Ormslev og Elísabet Ormslev
Hver var síðasti facebook status þinn?
Kæru vinir hér á FB. Það getur verið erfitt að fá lag í spilun og því þætti mér vænt um að þið mynduð hringja inn á Rás2 og biðja um lagið mitt Tegami-Bréfið, sem á að vera til hjá þeim á gagnadeildinni. Allt slíkt hjálpar. Knús Helga
Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Ég hef hitt nokkrar en mín uppáhalds er James Taylor.
Hver var fyrsta atvinna þin?
Kaffibrennsla O. Johson og Kaaber, þá 12 ára, sumarvinna í 3 sumur.
Kaffi eða te?
Kaffi.
Hvernig líta kósýfötin þín út?
Einfaldlega náttfötin mín, sem eru einu fötin sem ég slít.
Hvað er í töskunni þinni?
Hársprey, græjur til að þrífa gleraugun, tyggjó, rauður Opal, handáburður, penni, bréfþurrkur, snyrtibudda og seðlaveski.
Hvað er leiðinlegasta húsverkið þitt og af hverju?
Þrífa klósettið, það er ekkert sérstaklega vel gengið um það á mínu heimili.
Hvernig tónlist kanntu best að meta?
Rólega þægilega tónlist.
Það er venjulegt þriðjudagskvöld. Hvað ertu með í kvöldmatinn?
Ef ég fæ að ráða þá væri það fiskur, en hakk og spagettí kemur líka sterkt inn.
Hvenær og hvar ertu hamingjusömust?
Á Íslandi, því það er hvergi betra loft. Úti í guðsgrænni náttúrunni á göngu. Ég er ekki mikið fyrir mikinn hita.
Hér er myndbandið með nýja laginu
Sjáðu Helgu Möller ræða mál heldri borgara í þættinum Milli himins og Jarðar á N4. Smelltu HÉR til að sjá.
Sigga Lund