Við erum ætíð full aðdáunar þegar fólk lætur ekkert stoppa sig í að gera það sem það langar til og lætur ekki aðra segja sér að eitthvað sé ekki hægt.
Missti hendurnar 2 ára
Þessi fertuga kona er fullkomið dæmi þess að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi – sem er kannski frekar kaldhæðið orðatiltæki í þessu tilfelli þar sem hetjan hér er handalaus.
En Barbie Thomas missti báða handleggina í rafmagnsslysi þegar hún var tveggja ára gömul. Fljótlega kom þó í ljós að hún ætlaði ekki að láta það stoppa sig.
Keyrir bíl
Barbie sem er tveggja barna móðir er mikil vaxtarræktarkona og hefur keppt í greininni síðan árið 2000. Hún segir að það sé fátt sem hún ekki geti gert og sækir hún innblástur í það þegar henni er sagt að hún geti ekki gert eitthvað. Það gerir hana enn ákveðnari í því að gera hlutinn.
Barbie segist gera allt eins og aðrir, hún eldar, farðar sig, sendir sms og keyrir bíl. Hún talar fyrir því að það eina sem stoppi þig í því að gera það sem þú vilt sért þú sjálf/ur.
Þessi kona er svo sannarlega innblástur fyrir okkur öll!!
Sjáðu Barbie hér í myndbandinu