Stelpurnar á Snyrtistofunni Garðatorgi vita alveg hvað þær eru að gera og það er fátt sem þær geta ekki þegar kemur að meðferð húðar. En núna í janúar ætla þær að bjóða einum heppnum lesanda Kokteils í flotta andlitsmeðferð sem er afar vinsæl hjá þeim.
Um er að ræða Murad sýrumeðferðina sem þær mæla helst með að farið sé í yfir vetrartímann – en meðferðin er alveg gríðarlega virk.
Grynnkar fínar og djúpar línur
Í meðferðinni eru dauðar húðfrumur fjarlægðar af yfirborði húðarinnar en með því eiga næringarefnin greiðari leið inn í hana og nýtast því mun betur. Með þessu örvast frumustarfsemin og húðin endurnýjar sig hraðar. Meðferðin þéttir húðina, grynnkar fínar og djúpar línur og húðin fær sléttara yfirbragð. Og hver vill það ekki! En svona meðferð gagnast einmitt vel á grófa og/eða örótta húð og er mjög góð fyrir þá sem eru með bólur. Ásýnd húðarinnar verður allt önnur og hún fær á sig fallegan ljóma.
Meðferðin tekur um klukkutíma
Murad sýrumeðferðin tekur um 45 til 60 mínútur og er byrjað á því að hreinsa húðina vel og undirbúa hana fyrir sýrurnar. Að því loknu eru sýrurnar settar á húðina og látnar liggja á henni í allt að 10 mínútur, en tíminn fer eftir húð hvers og eins. Þá eru sýrurnar teknar af og hlutleysir sem stöðvar virkni sýranna settur á andlitið. Eftir það er settur maski sem hentar þeirri húðgerð sem unnið er með og hann látinn vera í 10 til 15 mínútur. Þegar búið er að hreinsa maskann af er krem með góðri vörn borið á húðina. Mælt er síðan með því að viðskiptavinurinn setji á sig maska heima að minnsta kosti tvisvar sinnum í vikunni á efir meðferðinni til að auka virkni hennar enn frekar.
Þessa meðferð má endurtaka vikulega í nokkur skipti í samráði við stelpurnar á stofunni, allt eftir því í hverju er verið að vinna og laga í húðinni. Þá er einnig afar gott að taka sýrurnar á undan öðrum andlitsmeðferðum.
Og þær ætla að bjóða einum heppnum að koma til sín í meðferð
Eins og áður sagði fær einn heppinn lesandi að fara í þessa meðferð og má búast við því að verða mjúkur og sléttur eins og barnsrass 🙂
Það sem þú þarft að gera til að vera með í pottinum
Vera viss um að þú sért búin/n að setja LIKE við Facebooksíðu Kokteill.is HÉR
Deila þessu síðan á veginn þinn og hafa stillt á public svo við sjáum að þú hafir deilt.
Og það er ekkert verra að segja okkur í skilaboðum af hverju þú þarft á svona meðferð að halda.
Við drögum út vinningshafa mánudaginn 18. janúar.
Hér má svo panta tíma hjá stelpunum í meðferðina … og auðvitað allar aðrar meðferðir.