Það er ekkert launungarmál að við á Kokteil erum miklir sælkerar og vitum fátt betra en að fara á góðan veitingastað og láta dekra við okkur í mat og drykk. Og auðvitað finnst okkur líka einstaklega gaman að prófa nýja staði.
Mathús Garðabæjar
Einn af þeim allra nýjustu á höfuðborgarsvæðinu opnaði í maí, en það er Mathús Garðabæjar sem staðsett er á Garðatorgi í Garðabæ. Hér er um að ræða fallega innréttaðan stað með góðan en einfaldan matseðil þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Staðurinn er fjölskylduvænn en þeim sem standa að staðnum hafði lengi langað að opna veitingastað með fyrsta flokks matargerð í hjarta Garðabæjar. Eigendur og matreiðslumenn Mathússins eru engir nýgræðingar í þessum bransa en þeir eiga og reka nokkra aðra veitingastaði í Reykjavík.
Búin að prófa og mælum heilshugar með
Að sjálfsögðu erum við búin að prófa Mathúsið og við mælum heilshugar með honum. Það er auðvelt að fá stæði (sem er mikill kostur), maturinn er góður og staðurinn sjálfur flottur. Þótt matseðillinn sé ekki stór er það síður en svo galli því hann er engu að síður fjölbreyttur – allt frá frábæum forréttum yfir í andalæri og vegan hnetusteik. Og svo eru þeir með þennan fína brunch um helgar.
Við alla vega urðum ekki fyrir vonbrigðum með Mathúsið og erum virkilega ánægð að fá slíkan stað utan borgarmarkanna.
Þar sem við elskum að gleðja lesendur okkar ætlum við í samstarfi við Mathús Garðabæjar að bjóða fjórum heppnum út að borða í þriggja rétta kvöldverð að hætti kokksins með sérvöldum vínum. Sem sagt algjör veisla fyrir einhverja heppna lesendur.
Það sem þú þarft að gera til að vera með í pottinum
Vera viss um að þú sért búin/n að setja LIKE við Facebooksíðu Kokteils HÉR
Deila þessum pósti síðan á veginn þinn og hafa stillt á public svo við sjáum að þú hafir deilt.
Við drögum tvo heppna út sem hljóta að launum gjafabréf fyrir tvo í veislu í mat og drykk á Mathúsinu.
Fyrra bréfið verður dregið út föstudaginn 10. júní og það seinna þriðjudaginn 14. júní.
Langar þig ekki út að borða?
Vertu þá með í pottinum!