Samkvæmt könnun sem birtist í tímaritinu Cosmopolitan kemur í ljós að liturinn á bílnum þínum segir til um hvernig persóna þú ert.
Hvernig má það vera?
Við hreinlega vitum það ekki.
Skemmtilegar getgátur
Við getum samt bókað að hér var ekki um hávísindalega könnun að ræða. En hvað sem því líður höfum við gaman af svona getgátum og spyrjum; hvað segir liturinn á bílnum þínum um þig?
Rauður – Ökumaðurinn er sterkur, hraustur og hefur mikla kynorku.
Grænn bíll – Ökumaðurinn er bjartsýnn, gjafmildur og mjög frjór.
Hvítur bíll – Ökumaðurinn er traustur, einlægur og kýs að vera í föstu sambandi.
Blár bíll – Ökumaðurinn er hreinskilinn og skilningsríkur en forðast sambönd
Silfurlitaður bíll – Ökumaðurinn er reglumaður, jákvæður, jarðbundinn með mikinn sjálfsaga.
Gulur bíll – Ökumaðurinn er gáfaður, hugmyndaríkur og sannfærandi.
Svartur – Ökumaðurinn er dulur og ekki allur þar sem hann er séður. En hann kemur á óvart þegar þú kynnist honum.
Sigga Lund