Það eru tvær tegundir af fólki í heiminum. Þeir sem hafa þegar séð hið stórkostlega myndband af Hollywood leikaranum Shia LaBeouf öskra úr sér lungun – og svo þeir sem eiga eftir að sjá það.
Láttu draumana rætast
Þegar þú sérð það í fyrsta sinn kallar það óhjákvæmilega fram sterk viðbrögð. Gæinn er að tapa sér. Hann öskrar stanslaust í myndavélina, „Just DO IT! Don’t let your dreams be dreams. Yesterday, you said tomorrow. So just do it! … What are you waiting for?! DO IT! JUST DO IT! YES, YOU CAN! JUST DO IT! If you’re tired of starting over, STOP GIVING UP!”
Hann er í stuttu máli að hvetja fólk að rífa sig upp á rassgatinu og láta drauma sína rætast. Hætta að fresta hlutunum, hætta að gefast upp og láta bara vaða og láta verkin tala. Þetta er flottur boðskapur sem hittir án efa marga í hjartastað þrátt fyrir að maður geti ekki annað en hlegið á köflum.
Þetta er ekki grín
Myndbandið hefur farið sigurför um netheima og hafa yfir sjö miljónir manna og kvenna horft á það. Margir töldu að um grín væri að ræða. En í raun var leikarinn að taka þátt í nemendaverkefni í myndbandalist fyrir listaháskóla í London.
Þetta myndband er eitt af 36 sem hann tók upp á einum degi. Hann fékk textann í hendur og mátti túlka hann að vild. Græni skjárinn á bakvið LaBeouf hefur líka sinn tilgang, en hann er sá að hver sem er sem hefur þekkingu til er velkomið að vinna með myndbandið og föndra með það að vild. Þvílík snilld! (Talandi um að koma boðskap á framfæri).
Nú má finna fleiri hundruð útgáfur af myndbandinu á netinu.
Hér eru hins vegar fimm vinsælustu myndböndin sem urðu til
Sigga Lund