Bella er 11 ára gömul stelpa sem elskar hundinn sinn hann George. En þau eru meira en vinir því George hjálpar henni alla daga og hefur gjörbreytt lífi þessarar ungu stúlku.
Þegar Bella var ekki nema 2 og ½ hálfs árs greindist hún með ólæknandi ættgengan sjúkdóm. Sjúkdómurinn ræðst á bein líkamans. Áður en Bella fékk George fyrir ári síðan gat hún ekki gengið ein og óstudd og notaðist hún við hækjur og hjólastól. En það breyttist með George og nú fer hún allra sinna ferða með honum. George fer með henni í skólann og fylgir henni á milli stofa – og treystir hún alveg á hann.
Hann tekur þátt í öllu með henni, bæði í leik og starfi. Og svo sofna þau í sama rúmi á hverju kvöldi.
Þetta er ein af þessum fallegu sögum sem tengjast dýrum. Alveg með ólíkindum hvað dýrin geta gert fyrir okkur!