Það er ekki hægt að segja annað en að Friðrik Ómar hafi verið undrabarn. Hann byrjaði að syngja áður en hann gat talað. Hann var fimm ára þegar hann byrjaði að spila á trommur og hann kom fram fyrst opinberlega fram á skólasýningu þegar hann var átta ára.
Hann byrjaði snemma að spila á gítar og píanó og hann var aðeins tíu ára þegar hann samdi sitt fyrsta lag.
Lifir og hrærist í tónlist
Síðan þá hefur Friðrik lifað og hrærst í tónlist og hefur hann verið mjög áberandi í tónlistarlífi okkar Íslendinga. Hann hefur komið víða við á sínum ferli og boðið landanum upp á ófá framúrskarandi flotta tónleika á vegum viðburðafyrirtækisins Rigg ehf. sem hann stofnaði árið 2009. En hvað er hann að bralla þessa dagana?
Gaman að vera til
“Ég er þessa dagana að fara austur á land að skemmta Eskfirðingum um Sjómannadagshelgina ásamt Eurobandinu, Regínu Ósk, Siggu Beinteins, Hreimi og Eyþóri Inga. Það lítur út fyrir stórkostlega veðurblíðu svo við hlökkum mikið til að fara austur.
Síðan er ég að undirbúa verkefni með Jógvani Hansen og Vigni Snæ sem kemur í ljós á næstu vikum hvað er, mjög spennandi. Annars er Fiskidagurinn Mikli framundan í sumar og það verður sannkölluð veisla sem fyrr. Dagarnir eru því þétt bókaðir núna og gaman að vera til!”
„Já, það er gaman að vera til segir Friðrik sem var meira en til í að vera með í 10 hlutum á Kokteil þessa vikuna.“
Tíu hlutir sem þú vissir ekki um Friðrik Ómar
Fullt nafn: Friðrik Ómar Hjörleifsson
Aldur: 34
Starf: Tónlistarmaður
Maki: Ármann Skæringsson
Börn: Allavega ekki ennþá
Hver var síðasti facebook status þinn?
Sólgleraugu!
Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Sennilega Bill Murray.
Hver var fyrsta atvinna þín?
Fiskvinnsla – hausaþurrkun.
Kaffi eða te?
Kaffi allan daginn.
Bíó eða tónleikar?
Tónleikar að sjálfsögðu!
Hvernig líta kosífötin þín út?
Joggingbuxur, bolur og sokkar úr kanínuull.
Hvað er í veskinu þínu?
Smá reiðufé og hrikalega mikið af kortum!
Hvað er leiðinlegasta húsverkið þitt og af hverju?
Skipta um á rúminu.
Hvað er það sem þú borðar aldrei og munt aldrei borða?
Spik af hval.
Hvenær og hvar ertu hamingjusömust/hamingjusamastur?
Á sviði með góðum hljóðfæraleikurum og með fólk út í sal sem er að skemmta sér eins og enginn sé morgundagurinn.
Sigga Lund